Þess vegna er Framsóknarflokkurinn skotmark

Hrunið markaði upprisu Framsóknarflokksins. Vinstrimenn, sem ætluðu sér langtímavöld á Íslandi eftir fall Sjálfstæðisflokksins, urðu æfir út í endurreistan Framsóknarflokk enda stendur hann í vegi fyrir valdasetu vinstrimanna. 

Fram að hruni var Framsóknarflokkurinn í sárum. Í síðustu kosningunum fyrir hrun náði formaður flokksins, Jón Sigurðsson, sem var erfðaprins Halldórs Ásgrímssonar, ekki kjöri til alþingis og varð að segja af sér með skömm.

Við hrun var Framsóknarflokkurinn pólitísk ruslahrúga; rúinn trausti og fylgi á landsbyggðinni en ekki með neina fótfestu í þéttbýli. Virðingarverð tilraun Guðna Ágústssonar til að endurreisa flokkinn fór út um þúfur vegna innbyrðis ágreinings.

Með formennsku Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hófst nýr kafli í sögu Framsóknarflokksins þar hann staðsetti sig sem miðhægriflokk með áherslu á fullveldi og jöfnuð þjóðfélagshópa, bæði m.t.t. búsetu og efnahags.

Sterkur Framsóknarflokkur kemur í veg fyrir frjálshyggjuöfgar eins og að selja Landsvirkjun annars vegar og hins vegar dómsdagsrugl vinstrimanna að flytja fullveldið til Brussel.

Víglína íslenskra stjórnmála liggur um Framsóknarflokkinn og þess vegna er flokkurinn helsta skotmarkið.


mbl.is Umræðan um Framsókn nýr lágpunktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband