Föstudagur, 11. júlí 2014
Verðhjöðnun herðir hengingarólina
Verðhjöðnun er andhverfa verðbólgu. Í verðhjöðnun lækka seljendur, þ.e. verslanir og fyrirtæki, verð vöru og þjónustu sökum dræmrar eftirspurnar. Við það falla laun og hagnaður. Kaupendur, þ.e. almenningur, halda að sér höndum í von um meiri verðlækkun sem aftur knýr verðlag niður á við og veldur samdrætti í efnahagskerfinu. Vítahringur verðhjöðnunar er sýnu erfiðari viðfangs en vítahringur verðbólgu.
Eitt sem ekki lækkar í verðhjöðnun er skuldir og það er einmitt skuldavandi sem jaðarríki evru-svæðisins glíma við. Í verðhjöðnun hækka skuldir hlutfallslega vegna þess að getan til að standa undir afborgunum minnkar.
Verðbólga á Spáni er núll. Í sumum löndum evru-svæðisins, t.d. Grikklandi, er verðhjöðnunarferli hafið. Viðbrögð seðlabanka Evrópu eru m.a. að leggja mínusvexti á innistæður banka - til að fá þá að lána peninga til atvinnulífsins. Árangurinn lætur bíða eftir sér. Í örvæntingu biður Mario Draghi, seðlabankastjóri evrunnar, um víðtæka uppstokkun í ríkisfjármálum evru-ríkjanna 18. Slík uppstokkun er aðeins gerleg með stórauknu framsali fullveldis til stofnana Evrópusambandsins.
Verðbólgan 1% í Þýskalandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.