Draghi játar: evran er gölluð

Seðlabankastjóri Evrópu, Mario Draghi, viðurkenndi í ræðu í fyrradag að evran er gölluð og stenst ekki án þess að aðilarríki evru-samstarfsins framselji aukið fullveldi til Brussel. Ræðan var flutt í minningu samlanda Draghi, Tommaso Padoa-Schioppa.

Lykilsetning Draghi er eftirfarandi: 

With the benefit of hindsight, it would have been useful to establish, alongside the existing convergence criteria, a set of structural criteria that had to be met to enter the euro area, and then respected once inside. But we have to start from where we are. 
(Eftir á að hyggja hefði verið betra að hafa, auk reglna um samleitni, reglur um skipulag sem yrði að mæta við inngöngu í evru-samstarfið og að skipulagið yrði virt eftir inngöngu. En við verðum að byrja á þeim stað sem við erum núna).

Seðlabankastjórinn vísar þarna í skort á samræmdum reglum um ríkisfjármál, s.s. um skattlagninu og ráðstöfun á skattfé. En þetta eru einmitt verkefni fullvalda þjóða, að ákveða skattaprósentu og hvernig skattfé skuli varið.

Skilaboð Draghi til ríkisstjórna evru-landanna 18 er að nýtt miðstýrt yfirvald yfir ríkisfjármálum evru-ríkjanna er nauðsynlegt til að tryggja samheldni evru-samstarfsins. Dæmi um ójafnvægið innan evru-samstarfsins, segir Draghi, er að Finnland er í 3. sæti á alþjóðlegum mælikvarða um samkeppnishæfi en Grikkland er í 91. sæti. Þá er Írland í 15. sæti á alþjóðlegum lista yfir vinsamlegt viðskiptaumhverfi en Malta er í 103 sæti.

Til að vinna bug á kerfislægu ójafnvægi innan evru-samstarfsins þarf sam-evrópskt yfirvald til að samræma lög og reglur evru-ríkja.

Fullvelda ríki geta ekki þjónað því hlutverki að skapa hagvöxt og atvinnu og verða því að framselja fullveldi sitt til yfirþjóðlegra stofnana. (Draghi hefur sennilega aldrei heyrt um Ísland).

Jafnvel einlægustu ESB-sinnum ofbýður frekjan í seðlabankastjóranum Mario Draghi. Viðskiptaritstjóri þýska stórblaðsins FAZ skrifar stutt álit um ræðu Draghi og bendir á að ekki í eitt einasta skipti hafi seðlabankastjórinn vikið að því sem öllu skiptir í umræðunni um fullveldi: lýðræði. 

,,Framtíðarsýn Draghi er falskur draumur tæknikratans," skrifar sá þýski. 


mbl.is Evrópskir fjárfestar óttaslegnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband