Föstudagur, 4. júlí 2014
Skimun á lífsheimsku
Ástvinamissir, sjúkdómar, erfiðleikar í starfi eða einkalífi eru viðfangsefni sem lífið leggur fólki á herðar. Viðbrögð við slíkum áföllum eru í fæstum tilvikum sjúkleg og krefjast ekki meðferðar heilbrigðisstarfsfólks.
Þeirri ímynd er haldið að okkur að áhyggjulaust líf án nokkurra erfiðleika sé heilbrigt líf. Að sama skapi er það sjúklegt ástand að mæta andbyr og verða fyrir áfalli. Okkur er sagt að við getum ekki staðið ein og unnið úr okkar vanda á eigin forsendum heldur verðum við að fá aðstoð sérfræðinga.
Hér eru fréttir: fæstir fara í gegnum lífið án áfalla. Og allir mæta sínum skapara fyrr heldur en seinna. Nokkur streita fylgir vitneskjunni um að líf tekur enda, bæði eigið líf og ástvina. Þeir sem ekki skilja þessi einföldu sannindi glíma við lífsheimsku.
Skimun á lífsheimsku er of flókið fyrir sérfræðinga. Best fer á því að hver og einn skimi sjálfan sig.
Vill skimun á tilfinningavanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.7.2014 kl. 16:24
Góður!
Ómar Ragnarsson, 4.7.2014 kl. 21:02
Nú veit ég ekki hvað Kristbjörg er að vilja. Það er sjálfsagt að bjóða fólki upp á greiningu og aðstoð.
En að fara í óumbeðna skimun á fólki myndi stangast á við réttindarvernd stjórnarskrárinnar væri hún framkvæmd sem óvelkomin innrás í einkalíf fólks.
Jón Þór Ólafsson, 5.7.2014 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.