Fimmtudagur, 3. júlí 2014
Grein sem Illugi ætti að lesa
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fór skakkt af stað með það markmið Samtaka atvinnulífsins, já, rétt, hrunkvöðlanna, um að íslensk ungmenni ættu að ljúka stúdentsprófi árinu fyrr en þau gera núna. Hvítbók ráðherra étur upp grunnhyggið markmið SA án þess að líta þeirra kringumstæðna sem valda því að íslensk ungmenni eru við stúdentsútskrift yfirleitt árinu eldri en jafnaldrar þeirra.
Gestur Guðmundsson skrifar hugvekju um hvítbóka og dregur upp samhengi sem virðist menntamálaráðherra hulið. Lykilefnisgrein
Íslensk ungmenni vinna meira með námi en jafnaldrar í öðrum Evrópulöndum. Um 40% framhaldsskólanema hafa unnið meira en 12 tíma á viku með náminu og margir þeirra dregið talsvert úr námshraða. Þegar íslensk ungmenni verða tvítug hafa þau líklega að meðaltali unnið samanlagt milli eitt og tvö ársverk á almennum vinnumarkaði, og því er það ekki undarlegt að algengasti aldur við lok framhaldsskólaprófs á Íslandi er 20 ár, en almennt 19 ár hjá þjóðum með líkt skólakerfi.
Íslensk ungmenni eru betur stödd en jafnaldrar þeirra í Evrópu. Reynsla af atvinnulífinu á skólaárum er veganesti sem fæstir vilja vera án auk þess sem launavinna eflir fjárhagslegt sjálfstæði ungmenna.
Að það skuli vera ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem leggur til atlögu við launavinnu skólafólks er hálf sorglegt.
Athugasemdir
Tek undir með þér og Gesti. Það er heldur ekki verið að hugsa um unga fólkið utan af landi sem þarf þá að fara ári fyrr að heimann.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2014 kl. 13:03
Orð í tíma töluð. Áberandi er hvað snertingarleysi við atvinnulífið og þjóðlífið til sjávar og sveita markar lnúorðið margar mikilvægar ákvarðanir þeirra, sem þekkja ekkert nema malbiksumhverfið og skrifstofurnar í Reykjavík.
Oft á tíðum valda þessar ákvarðanir miklu tjóni og hamla því að þetta góða fólk geti nýtt sér þekkingu og reynslu sem best.
Og til hamingju með nýyrðið "hrunkvöðlar."
Ómar Ragnarsson, 3.7.2014 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.