Fimmtudagur, 26. júní 2014
Árni Páll: ESB-umsókn er töfralausn
Það hefur sýnt sig að yfirlýsing um að stefnt sé að Evrópusambandsaðild er töfralausn við fjármálalegum óstöðugleika og aðstæðum á borð við þær sem Íslendingar standa nú frammi fyrir," sagði Árni Páll Árnason, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, og núna formaður, í samtali við Viðskiptablaðið í október 2008.
Ætli Árni Páll sé enn sama sinnis?
Athugasemdir
Árni Páll er enn sama FÍFLIÐ.
Halldór Egill Guðnason, 27.6.2014 kl. 02:05
Sú mí if jú læk, en lögfræðinur minn er Gestur. ..Eða hinn...
Halldór Egill Guðnason, 27.6.2014 kl. 02:08
Talaði ekki Össur með nokkurn veginn nákvæmlega sama fáránlega hættinum og hann Árni Páll Arnason?
En hvorugur gengur með hatt og geta því trúlega seint galdrað þessa "töfralausn" sína upp úr höttunum, enda hefur ekkert á henni bólað enn úr ESB-áttinni (þeirra sem vildu neyða okkur í Icesave-samninga), og við höfum sjálf séð um að koma efnahagslífinu í skánandi horf og m.a. notað til þess sveigjanleika krónunnar, enda ekki með atvinnuleysi á borð við Íra, hvað þá Spánverja, Portúgala, Grikki og Ítali.
Jón Valur Jensson, 27.6.2014 kl. 05:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.