Fótbolti, miðaldir og Spitfire

Í sjónvarpinu mátti sjá stuðningsmann enska landsliðsins klæddan í miðaldabrynju með krossi heilags Georgs. Annar stuðningsmaður Englands hélt á uppblásinni Spitfire - orustuvél úr seinna stríði.

Táknfræði fótbolta og þjóðmenningar er stráð sögulegum tilvísunum. Georgskrossinn minnir Araba á morðæði krossfaranna á miðöldum og Spitfire Þjóðverja á hverjir unnu orustuna um Bretland í seinna stríð.

En það má líka gleyma táknfræðinni, drekka bjórinn og spyrja að leikslokum.


mbl.is Suárez: Fólk hló að meiðslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Krossfararnir höfðu um 5,ef ekki 9 aldir verið undirokaðir af Músslimum og því miður höfðu þeir þróað með sér hatur,með þessum hryggilegu afleiðingum.Því virðist fyrndin,deyfa áminninguna sem krossinn táknar. - Eftirtektarvert er þegar leikmönnum er skipt inn á,signa þeir sig (þeir kristnu) og er þeir skora beina þeir vísifingrum upp í himininn eins og þeir þakki guði og vegsami. Ég sá núna í fyrsta sinni leikmenn músslima,þakka sinum guði með því að krjúpa út við hornfána,eftir að lið þeirra hafði skorað. Satt að segja gefur þetta leiknum lit.það eru miklar tilfinningar í mönnum. Þótt ég hafi horft á hverja einustu Heimsmeistarakeppni,hef ég aldrei séð tilfinningar brjótast út með tárum eins og hjá leikmanni Kamerrún í dag, meðan þjóðsöngurinn var sunginn.-Fjölmargir á Íslandi gátu sett sig í hans spor.

Helga Kristjánsdóttir, 20.6.2014 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband