Miðvikudagur, 18. júní 2014
DV-rugli ríkissaksóknara hafnað í Hæstarétti
DV bjó til ,,lekamálið" með raðfabúleríngum í formi frétta um málefni tiltekins hælisleitanda. Ríkissaksóknari, þessi sem sló í gegn sem saksóknari Jóhönnustjórnarinnar gegn Geir H. Haarde, beit á DV-agnið og skipaði lögreglu að rannsaka ásakanir DV um leka úr innanríkisráðneytinu.
Markmið DV var að knésetja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Í samspili við þingmenn Samfylkingar var gerð krafa um afsögn Hönnu Birnu.
Núna þegar Hæstiréttur hafnar DV-rugli ríkissaksóknara ætti snillingurinn í því embætti að velta fyrir sér stöðu sinni.
Heimildarmaður ekki gefinn upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Snillinn lék vel í langdregnu máli gegn Geir Haarde. Nú átti að slá i gegn i “lekamálinu.” Ótrúlegt að hún hafi ekki vitað um markmið þess og kunnað sína rullu. Varla svo hriplek.
Helga Kristjánsdóttir, 19.6.2014 kl. 05:29
Hæstiréttur hefur ekki á nokkurn hátt hafnað því sem DV og þingmenn Samfylkingarinnar hafa verið að tala um. Það eina sem Hæstiréttur hefur hafnað er að þetta mál sé þess eðlis að það réttlæti að neyða blaðamenn til að rjúfa trúað við heimildarmenn sína. Rannsókn málsins heldur samt áfram og reika má með að ef það tekst að finna þann seka og sanna á hann lekann þá mun hann að öllum líkindum fá fangelsisdóm.
Hér er því um glæp að ræða sem flest bendir til að Hanna Birna viti hver framdi en er að halda hlífiskyldi yfir. Það er því ful ástæða til að krefjast afsagnar Hönnu Birnu ef það reynist rétt.
Sigurður M Grétarsson, 19.6.2014 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.