Jón Ásgeir eigandi Krónunnar/Nóatúns (?)

Í viðskiptalífinu er sá orðrómur hávær að Jón Ásgeir Jóhannesson, kenndur við Baug, sé maðurinn á bakvið kaupin á Krónunni, Nótatúni og Elko. Festi hf. keypti reksturinn í vetur og gerði æskuvin Jóns Ásgeirs og viðskiptafélaga, Jón Björnsson, strax að forstjóra.

Í smásölugeiranum er hvorttveggja nefnt til sögunnar að leiðandi eigendur í Festi hf. eru ekki trúverðugir kjölfestufjárfestar í þessum rekstri og svo hitt að Jón Ásgeir er búinn að vera eins og grár köttur í kringum matvöruverslunina eftir að hann missti Bónus. Tilraunin með Iceland-lágvöruverslunina gekk ekki sem skyldi en þar sáust fingraför Jóns Ásgeirs greinilega.

Draugagangur í stjórnendahópi Krónunnar/Nóatúns fyrir nokkrum dögum, þegar Eysteinn Helgason hætti snögglega störfum, dregur ekki úr umræðunni um eignaraðild Jóns Ásgeirs.

Jón Ásgeir kann þann leik að  leppa fyrir sig eignarhald. Hann hélt eignarhaldi sínu á Fréttablaðinu leyndu í rúmt ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Lánið eltir Jón!

Helga Kristjánsdóttir, 18.6.2014 kl. 12:42

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þá er ekki lengur stætt á að eiga viðskipti við þetta batteri!

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.6.2014 kl. 04:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband