Þriðjudagur, 17. júní 2014
Verkföll, lífskjör og samfélag
Verkfall er tvíeggjað vopn eins og flugstéttirnar leiða í ljós þessa dagana. Í höndum stétta sem stefna almannahag í voða er verkfall ónothæft enda ber ríkisvaldinu skylda að verja almannahagsmuni.
Launakjör eiga ekki að ráðast af því hvort einstakir hópar séu í kjörstöðu til að ógna almannahag. Lífskjör almennings eru meira virði en launakjör einstakra hópa.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggur grunn að bættum lífskjörum þjóðarinnar með því að tryggja hagvöxt. Það er í þágu alls samfélagsins að setja lög á starfsstéttir sem ógna þeim stöðugleika. Samfélagið er ofar sérhópum, hvort heldur flugstéttum eða öðrum.
Lagasetning algjört neyðarúrræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað finnst þér um kennaraverkföll, Páll?
Wilhelm Emilsson, 17.6.2014 kl. 20:56
Það er allt annar handleggur.
Ragnhildur Kolka, 17.6.2014 kl. 21:32
Tja, ég vitna bara í Pál, Ragnhildur: „Samfélagið er ofar sérhópum, hvort heldur flugstéttum eða öðrum." En eigum við ekki að leyfa honum að svara, ef hann kærir sig um auðvitað.
Wilhelm Emilsson, 17.6.2014 kl. 21:44
Eltistu ekki við Pál, Wilhelm? Og á meðan sleppur yfirvöðsluliðið. Hann skrifaði um það þarna: Kennaraverkfall gæti sprengt ríkisstjórnina
Elle_, 17.6.2014 kl. 23:09
Elle, þú verður að segja mér hvað þetta yfirvöðslulið er. Í alvöru.
Wilhelm Emilsson, 17.6.2014 kl. 23:20
Leitið og þér munuð finna. Það eru mestu frekjuhundar Moggabloggsins.
Elle_, 18.6.2014 kl. 00:42
Wilhelm athugasemdir þínar eru eintómar spurningar,án nokkurs tilefnis,né ábendinga um rangfærslur. Má þá spyrja þig hvort þú ert á þessum vettvangi til að vinna þér inn punkta,? Kannski ferðar til Brussel,?
Helga Kristjánsdóttir, 18.6.2014 kl. 00:50
Elle, þú talar í gátum. Ef þú vilt að ég og aðrir skilji þig þá verðurðu að tala skýrar.
Helga, þó virðist vera á móti spurningum, en spyrð mig samt spurninga. Það er svolítið spaugilegt.
Wilhelm Emilsson, 18.6.2014 kl. 05:50
Með leyfi! já Wilhelm en tilefnislausar spurningar verðskulda algenga spurningu alþýðufólks; “hvers vegna spyrðu”?
Helga Kristjánsdóttir, 18.6.2014 kl. 11:16
Sæl, Helga. Ég spyr vegna þess að ég hef áhuga á skoðunum fólks og umræðu um hlutina. Hafðu þá gott.
Wilhelm Emilsson, 18.6.2014 kl. 17:57
það gott, átti þetta að vera
Wilhelm Emilsson, 18.6.2014 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.