Rasismi Jónasar K. og trúarslepjan

Rasismi er upphaflega kynþáttahyggja hvíta mannsins annars vegar og hins vegar kerfislæg mismunun kristinna gagnvart gyðingum og múslímum. Jónas Kristjánsson bendir á að rasismi er víðtækara hugtak núna en áður og felur í sér andúð á þeim sem eru öðruvísi eða framandi.

Samt má ekki teygja rasismahugtakið það mikið að það verði merkingarlaust. Andúð á hommum, kvótagreifum eða auðmönnum verður aldrei kennd við rasisma, svo dæmi sé tekið.

Það má líka setja stóran sviga utanum hugmyndina að rasismi eigi við þá sem andæfa trúarsannfæringu einstaklinga og hópa. Í veraldlegu samfélagi eins og okkar er trú í einn stað einkamál hvers og eins en í annan stað pólitísk hugmyndafræði.

Búddisti sem iðkar trú sína með tilbeiðslu heima hjá sér og gengur um í appelsínugulum kufli stundar átrúnað samkvæmt stjórnarskrárvörðum rétti. Að ráðast gegn þeim rétti væri ofbeldi en tæplega rasismi. Hópur múslíma sem krefst þess að byggja mosku við þjóðbraut til að auglýsa trú sína stundar pólitíska hugmyndafræði sem sjálfsagt er að andmæla og þau andmæli verða aldrei flokkuð sem rasismi.

Mótsögnin í moskuumræðunni er að vinstrimenn, sem yfirleitt eru harðir veraldarhyggjumenn í samskiptum við íslensku þjóðkirkjuna, urðu trúarslepju að bráð þegar þeir kenndu andmæli við byggingu mosku í Sogamýri við rasisma. Trúarslepja er að veita einstaklingi eða hópi umframrétt á grundvelli trúar - sem vitanlega á ekki að gera í veraldlegu samfélagi.

Sumir vinstrimenn urðu svo frávita af trúarslepju að þeir hugðust gerast múslímar vegna þess að byggingu mosku var mótmælt. Fábjánaháttur af þessu tagi er handan þess að vera sorglegur. Trú verður þarna að einhverju sullumbulli sem hvorki nær máli sem persónuleg sannfæring né pólitísk hugmyndafræði. En það er kannski einmitt höfuðeinkenni íslenskra vinstrimanna, sullumbullið ræður ríkjum í hákirkju tækifærismennskunnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jónas Kristjánsson "bendir" ekki á neitt þarna, fer bara með rangt mál.

Rasismi er eitt (og grimmt fyrirbæri, hvort sem sú kynþáttastefna var iðkuð af Leópold Belgakonungi á 19. öld eða Hitler og Mússólini á 20. öld). Útlendingaandúð -- eða á þeim, sem framandlegir eru (xenophobia) er heldur vægara fyrirbæri.

Gagnrýni á varasama hluti í trúarbrögðum er svo þriðji handleggurinn.

Ennfremur er aðgæzla að og umhyggja fyrir þjóðfélagslegu jafnvægi ekki í sjálfu sér af hinu illa og og þarf alls ekki að fela í sér itt gramm af hatri á útlendingum.

Jón Valur Jensson, 14.6.2014 kl. 15:08

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Páll og Jón Valur.

Að samalögðu er ég ykkur sammála.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.6.2014 kl. 15:47

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ofsa-hægrimenn hafaalltaf verið á móti mannréttindum almennings. Sem dæmi má nefna þegar þið sjallar vorðuð á móti því að sjómenn fengju lögbundinn hvíldartíma. Á móti. Þið vilduð að sjómenn yrðu þrælar sjalla. Afleiðingar af gjörðum sjalla á einstaklinga í þessu tilfelli urðu skelfileg sem vonlegt var og vel er kunnugt.

Þannig hafið þið sjallar alltaf hagað ykkur. Bölast á ykkar eigin þjóð, meitt og nýtt hvenær sem færi gefst.

Jafnaðarmenn þurftu að berjast götu úr götu,hús úr húsi, herbergi í herbegi við sjalla og ofsa-hægrimenn til að koma á lágmarksréttindum og mannréttindum alþýðu manna og þjóðinni til handa.

Þessu má aldrei gleyma og ber að rifja upp reglulega. Taka ætti upp fag í grunnskólum þar sem sérstök fræðsla væri um framferði ykkar sjalla og hægri ofsamanna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.6.2014 kl. 15:58

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Þannig hafið þið sjallar alltaf hagað ykkur. Böðlast á ykkar eigin þjóð, meitt og nítt hvenær sem færi gefst."

Ps. lesið þetta nú um 100X og considderið vel.

Að því gjörðu - þá geta ofsahægrimenn og þjóðrembingar barasta fokkað sér.

Góðar stundir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.6.2014 kl. 16:01

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ja, það er ekki lítið lagt á jafnaðarmennina hans Ómars.

Nú ganga þeir í trúfélög, trúlausir mennirnir, til þess að "réttlætið" nái fram að ganga!

Kolbrún Hilmars, 14.6.2014 kl. 16:07

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Þið sjallar"! segir Ómar Bjarki, en er ekki að tala við neinn!

Ég veit ekki til þess, að Páll sé sjálfstæðismaður, og ekki er ég í FLokknum.

Þar að auki voru Vökulögin sett árið 1921 (fyrir 93 árum) -- var nokkur hér orðinn fullorðinn, þegar það gerðist, og er þá nokkur reiðubúinn að taka á sig ábyrgðina af andstöðu við Vökulögin?!

Núverandi Sjálfstæðisflokkur var þá ekki einu sinni til !

En Ómar Bjarki er til, og því streyma vitleysurnar látlaust frá honum. (Já, hann getur verið miklu verri en þetta!)

Jón Valur Jensson, 14.6.2014 kl. 17:38

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Núna er reyndar rætt um það meðal líffræðinga og mannfræðinga hvort „rasi" eða „kynstofn" sé í rauninni til, því að mannkynið sé bara einn rasi/kynstofn.

En ef við skilgreinum kynstofn sem „fólk með sömu helstu líkamlegu einkenni", eins og gert er í Íslenskri orðabók Árna Böðvarssonar, er kynþáttahyggja uppfinning hvíta mannsins? Er það ekki frekar sammannleg tilhneiging að líta á annað fólk sem villimenn? (Þetta er ekki endilega slæm tilhneiging, því stundum er annað fólk villimenn.)

Að ræða trúarbrögð og hvort þau séu til góðs eða ills gerir fólk ekki að rasista. Að stimpla fólk rasista fyrir það eitt að leyfa sér að gagnrýna trúarbrögð eru fordómar.

Ég lík þessu með því sem íslenskur maður á að hafa sagt við eiginkona sína. „Ég held að það séu bara allir kolruglaðir nema þú og ég, Gunna mín. Og ert þú nú ekki velgóð heldur."

Wilhelm Emilsson, 14.6.2014 kl. 22:50

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt hjá karli, Wilhelm!

Segja mætti mér að þú værir að vitna í sjálfan þig!

Nei, nú var ég að stríða þér, og þó væri þetta alveg fínt, ef þið praktíserið gagnkvæman gálgahúmor!

En varðandi það sem áður var sagt, þá á þetta við: gens una sumus, segir spakmælið: við erum (öll) eitt kyn.

Jón Valur Jensson, 14.6.2014 kl. 22:57

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í pistlinum er fullyrt að múslimar hafi heimtað að fá að byggja mosku við þjóðbraut. Hvaðan koma þær upplýsingar að þeir hafi heimtað í 14 ár samfellt að fá að byggja mosku við þjóðbraut?

Ómar Ragnarsson, 14.6.2014 kl. 23:01

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ómar minn, höfnuðu þeir ekki ítrekað því, sem þeim var boðið?

Svo er merkilegt, að þeir gátu ekki staðið við skilyrðin tvö, sem þeim voru gerð um mosku á fyrri úthlutuðu svæðum:

1) að byrja bygginguna innan tveggja ára,

2) að sýna fram á hvernig þeir gætu fjármagnað hana.

En nú fengu þeir þessa ólögmætu (skv Brynjari Níelsyni) úthlutun, og það er það býsna merkilegt, sem fæstir vita þó um, þ.e. að þeim voru ekki gerð þessi skilyrði núna?!

En hvernig ætla svona fáir meðlimir að byggja nær 800 fm hús og það hátt í loft upp? Treysta þeir ekki eins og fleiri á fjármagn frá heittrúar-trúboðsmönnum í Saudi-Arabíu umfram allt?*

Og er það ekki það, sem þeir vilja ekki að við komumst að?

Alla vega hentar þeim vel að vera ekki spurðir út í fjármögnunina núna!

* Gleymum ekki, að slíkum fjárstyrk fylgir gjarnan, að sendir eru heittrúar-ímamar frá samfélagi gefandans (wahhabíta, salafista?) til viðkomandi viðtöku-mosku.

Jón Valur Jensson, 15.6.2014 kl. 01:43

12 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Gens una sumus, er ágætis spakmæli, Jón Valur.

Faðir minn sagði mér söguna um hjónin og ég veit að hún hefur haft áhrif á mig--mér finnst hún bæði skemmtilega þjóðleg og alþjóðleg--þannig að það er ekkert skrýtið að það hafi hvarflað að þér að ég hafi kannski sagt þetta :-)

Wilhelm Emilsson, 15.6.2014 kl. 04:25

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gamansemin góð með,upplifði Deja Vu við lestur ath.Ómars Bjarka,það var þá aðeins copy-paste.

Helga Kristjánsdóttir, 15.6.2014 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband