Blóð, olía og stórveldapólitík

Ótti Vesturlanda er að borgarastríðið í Írak hækki olíuverð sem geri út af við veiklulegan efnahagsbata. Á meðan Írakar berast á banaspjótum deila stórveldin um ábyrgðina. Bandaríkjamenn eru helstu gerendurnir í Mið-Austurlöndum síðasta áratuginn og eru þægilegur skotspónn.

Önnur stórveldi en Bandaríkin drógu upp landamæri núverandi ríkja fyrir botni Miðjarðarhafs. Bretar, Frakkar og í minna mæli Ítalir, Þjóðverjar og Rússar eru helstu höfundar ríkjanna sem núna eru að liðast í sundur, þ.e. Sýrlands og Írak. Evrópsku stórveldin í lok 19. aldar bjuggu til ríkin í Mið-Austurlöndum þegar gamla stórveldi Tyrkja skrapp saman.

Bandaríkin steyptu Saddam Hussein af stóli á röngum forsendum - hann átti engin gereyðingarvopn. En Saddam var viðurkenndur harðstjórni sem beitti efnavopnum á samlanda sína og var sjálfstæð uppspretta óstöðugleika í þessum heimshluta. Þeir sem segja ,,misheppnað" að velta Saddam af valdastóli eru komnir í vörn fyrir harðstjóra. 

Stórveldapólitík í dag er ekki hótinu betri en hún var fyrir hundrað árum. Allar eru á því að ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs eigi eftir að versna töluvert áður en nýtt jafnvægisástand finnst. 

 

 


mbl.is Innrásin „misheppnaðist algjörlega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég heyrði líka fyrir “hundrað” árum um eilífðar vandamálin,í þessum heimshluta,eins og það var orðað. Ríki skruppu saman og ný landamæri voru hönnuð af stórveldunum. Eitt þessara stórvelda er að púsla öllum Evrópuþjóðum í eina stóra mynd. Þar hafa landamæri færst til í gegnum aldirnar,meira að segja í Skandinavíu. Ekkert er þessu veldi óviðkomandi í óseðjandi gleypugangi og sem fyrr mæna þeir gráðugir á Ísland. Yfirgangur þeirra hefur styrkt okkur ennþá meira í baráttunni gegn þeim og taglhnýtingum þeirra.

Helga Kristjánsdóttir, 12.6.2014 kl. 16:18

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góður pistill hjá þér. Að vísu hafa sennilega verið fleiri drepnir alls í Írak síðan 2003 en þótt sá firrti harðstjóri Saddam hefði haldið uppteknum hætti við sín dráp.

Minna má á hagsmuni Kína varðandi afskiptasemi Kananna af olíuframleiðslulöndum. Kínverjar, sem eiga allt undir stöðugleika í olíuviðskiptum,  geta látið sér það vel líka að Kanarnir eyði stjarnfræðilegum upphæðum til hers síns og hernaðar til að viðhalda framleiðslunni og "stöðugleika".  

Þetta er kaldrifjuð verkaskipting stórveldanna: Kínverjarnir græða án þess að kosta nokkru til en Kanarnir borga brúsann við verja stórveldahagsmuni helstu iðnríkja heims.   

Ómar Ragnarsson, 12.6.2014 kl. 16:48

3 Smámynd: Steinarr Kr.

Hugsa að í nýju jafnvægi verði ný landamæri og jafnvel ný lönd.

Steinarr Kr. , 13.6.2014 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband