Miðvikudagur, 11. júní 2014
Afsögn eftir sigur er uppgjöf fyrir götupólitík
Framsóknarflokkurinn er sigurvegari borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík, fær yfir tíu prósent fylgi og tvo borgarfulltrúa. Tveim vikum fyrir kosningar var flokkurinn með tvö prósent fylgi. Vegna kosningasigursins í Reykjavík er Framsóknarflokkurinn í færum að halda þeirri stöðu sem hann náði í þingkosningunum í fyrra.
Ingvar Gíslason er leiður yfir óhróðrinum sem ausið er yfir Framsóknarflokkinn, sérstaklega í Reykjavík, og lái honum hver sem vill. Ingvar tekur á hinn bóginn rangan pól í hæðina þegar hann spyr
Er þá ekki tímabært að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sýni kjark og segi af sér sem borgarfulltrúi, enda augljós tengsl milli orða hennar og óhróðursskrifa um Framsóknarflokkinn?
Hvorki Sveinbjörg Birna né forysta Framsóknarflokksins ræður málflutningi andstæðinga flokksins. Vinstrimenn ætluðu sér að beita Framsóknarflokkinn lágkúrulegum brögðum, það sást strax þegar Guðni Ágústsson íhugaði framboð.
Götupólitík vinstrimanna var ákveðin löngu áður en Sveinbjörg Birna tók að sér að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Ingvar og aðrir gegnheilir framsóknarmenn ættu að þakka Sveinbjörgu Birnu og Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur að hafa staðið keikar andspænis óvígum nether götustráka af báðum kynjum.
Athugasemdir
Heyr heyr kæri Páll!
Framsóknarflokknum væri mest sæmd í að þakka stöllunum fyrir árangurinn heldur en að hnýta á þennan hátt í þær gersamlega öfugt við það sem ætti að gera.
Væri nær að skipta út brjosmyndinni af Hriflu Jónasi fyrir eina góða af þeim stöllum.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.6.2014 kl. 10:27
Það eru fáir sem komast nálægt þér Páll í bulli. Þú ert líklega mesti bullari landsins. Það væri nær að spyrja " hvar finnur Framsókn þessar konur"
Baldinn, 11.6.2014 kl. 11:05
Balding, þú deilir upphafsstaf við bullið og sverð þig í ætt við það meira að segja með innleggjum þínum um víðan völl bloggsins .
Páll er aftur þekktur af góðum greiningum sínum og innsæi sem þarf að prýða Fyrsta flokks blaðamenn, en þar fer hann fremstur meðal jafningja.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.6.2014 kl. 11:20
Rétt predikari það undirstrikar þessi greining Páls.
Helga Kristjánsdóttir, 11.6.2014 kl. 11:35
Athugasemd "Baldins" hér að ofan er einmitt gott dæmi um málefnafátækt vinstriaflanna, en taktík þeirra er að hjóla í manninn fremur en málefnið þegar málefnastaðan heldur ekki vatni.
Tómas Ibsen Halldórsson, 11.6.2014 kl. 11:58
Það sem páll gerir (og það var viðbúið) er að hann blessar og signerar fordómaupplegg framsóknarflokks SDG og hirðar hans.
Páll segir meir að segja eða gefur í skyn, að fordómauppleggið verði á landsvísu næst.
Hann vill að framsókn SDG og hirðar hans hamri á þessu uppleggi og herði ofsa-málflutninginn.
Það er eftirtektarvert að almennir framsóknarmenn eru fylgjandi þessu og ber að nótera það hjá sér og undirstrika.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.6.2014 kl. 13:06
Það er augljóst að Páll skilur ekki megin inntak þessara atburða, kannski ekki undarlegt.
Jón Ingi Cæsarsson, 11.6.2014 kl. 14:12
Ingvar Gíslason segir:
Páll Vilhjálmsson er haldinn sérkennilegri lesblindu. Hann les bara þau orð og þær setningar úr texta, sem henta hans málflutningi.
Framsóknarráðherrann fyrrverandi setur með orðum sínum fram MJÖG HARÐA GAGNRÝNI á orð oddvitans í Reykjavík.
Eða er nú Ingvar Gíslason líka lagstur í lágkúrulega ófrægingarherðferð gagnvart Framsóknarflokknum?
Skeggi Skaftason, 11.6.2014 kl. 14:23
Páll skrifar hér fyrir ofan " Tveim vikum fyrir kosningar var flokkurinn með tvö prósent fylgi. "
Þá spilar Sveinbjörg rasista spilinu og flokkurinn hoppar í 10% fylgi. Eða heldur einhver hér að það sé ekki bein tenging þarna á milli.
Þegar svo Framsókn er búin að fá þessi atkvæði að þá á nú að taka allt til baka og segja að það hafi verið snúið út úr og þau séu fórnarlömb.
Þetta táknar að þessar tvær konur sitja í borgarstjórn í raun án umboðs frá kjósendum því þær hafa nú þegar afneitað þeim málstað sem færði þeim þessi atkvæði.
Og þetta kallar Páll síðuhafi kosningasigur og ýmsir fylgjendur hrópa halelúja og tala um málefnafátækt annara.
Baldinn, 11.6.2014 kl. 17:17
Brjostumkennanlegir eru vinstrimenn sem hér hrópa um rasisma en eru orðnir einmitt það sjálfir við hróp sín og köll.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.6.2014 kl. 21:45
Predikari. Ert þú að meina að ef þú bendir á rasista ummæli annara að þá verður þú sjálfkrafa rasisti sjálfur og ef svo er ert þú þá ekki sjálfur kominn í þann flokk með ummælum þínum hér að ofan.
Baldinn, 12.6.2014 kl. 15:54
Baldinn, opna kvarnirnar í höfðinu sem margir kalla nýrun. Þá þarftu ekkert að velkjast í nokkrum vafa.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.6.2014 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.