Meðdómari dregur réttakerfið í svaðið

Bróðir Ólafs Ólafssonar, auðmanns og sakbornings í Al-Thani málinu, heitir Sverrir. Sverrir er meðdómari í Aurum málinu þar sem reynir á sömu lög og réttarreglur og í Al-Thani málinu. Í þriggja manna dómi myndar Sverrir meirihluta sem sýknar sakborningana.

Í viðtali við RÚV segir Sverrir alkunn tíðindi að hann sé bróðir Ólafs. Engu að síður gerði Sverrir sér far um að ræða vanhæfni sína við aðaldómara málsins, Guðjóns St. Marteinsson. Hvers vegna að bera upp alkunnar staðreyndir við aðaldómarann?

Til að bíta höfuðið að skömminni segir Sverrir trúverðugleika embættis sérstaks saksóknara ,,í molum" og sakar sérstakan saksóknara um óheiðarleg vinnubrögð. En það er einmitt hann, með meirihlutadómi sínum, sem grefur undan trúverðugleika embættis sérstaks saksóknara. Og bróðir Sverris nýtur góðs af því þegar embætti sérstaks saksóknara glatar tiltrú - enda enn ódæmt í máli Ólafs fyrir Hæstarétti.

Sýkna meirihluta fjölskipaðs héraðsdóms í Aurum málinu getur ekki staðið óbreytt eftir þennan farsa Sverris Ólafssonar. Með dómskerfið í höndum manna eins og Guðjóns og Sverris er eins gott að leggja það niður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ósvífnin hámörkuð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.6.2014 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband