Fótbolti, lýðræði og stríð

Alkunn bábilja um samskipti þjóða er að lýðræðisríki fari ekki í stríð. Fyrri heimsstyrjöld er skýrasta dæmið um að lýðræðisþjóðir eins og England og Frakkland og aðeins minna lýðræðisrík í þá tíð, Þýskaland, ákveða að leysa úr ágreiningsmálum á vígvellinum.

Almenningsálitið var virkjað í aðdraganda fyrra stríðs til að réttlæta andstæðar kröfur stórveldanna. Aftur var almenningur settur fyrir stríðsvagninn í seinna stríði. Dagblöð voru þénugustu verkfærin til að píska upp stemninguna fyrir ófrið í Evrópu.

Eftir stríð urðu knattspyrnuleikir staðgenglar vopnaskaks. Leikir eins og England - V-Þýskaland 1966 og Vestur-Þýskaland - Frakkland 1982 voru meira en fótbolti.

Evrópsk menning í Suður-Ameríku er lýðræðisleg að nafninu til en sver sig þó meira í ætt við herskáa hefð rómönsku forfeðra sinna.

 


mbl.is Minntu á deilurnar um Falklandseyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess má geta að Roosevelt Bandaríkjaforseti bauð Jou Louis, hinum blakka heimsmeistara í hnefaleikum í Hvíta húsið fyrir bardaga Louis við Þjóðverjann Max Schmeling í júní 1938.

Roosevelt þreifaði á upphandleggsvöðva Louis og sagði: "Lýðræðið þarf á þessum vöðum að halda".

Þessi orð lýsa þýðingu þessa bardaga, sem náði langt út fyrir íþróttir, og var jafnvel enn betra dæmi um slíkt en einvígi Spasskís og Fishers á Íslandi 1972.  

Ómar Ragnarsson, 8.6.2014 kl. 23:23

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Liklega hefur gamli fjölskyldur vinur okkar úr Hafnarfirði,verið með viðureign stórþjóða í huga,þegar hann kallaði fótboltaleiki stríðsleiki. En viðureign Englands og Þýskalands hefur oft verið rifjuð upp þar sem Englendingar unnu,vegna dómaramistaka 1966. Nú er ég að treysta á minnið. --Brasiía hefur gegnum tíðina borið ægishjálm yfir aðrar þjóðir í greininni,þar til Argentína með snillinginn Maradonna kom og sló allt út með yfirburðum sínum. -- Enn munu dagblöðin rífa upp stemninguna fyrir þessu yndæla stríði,þar sem menn,þótt sárir séu,munu lifa af út um vígvöllinn,svona holt og bolt!

Helga Kristjánsdóttir, 9.6.2014 kl. 04:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband