Þriðjudagur, 6. mars 2007
Baugur á Íslandi segir eitt, Baugur í Bretlandi annað
Það skiptir verulegu máli hve stutt er á milli stjórnkerfisins og viðskiptalífsins á Íslandi, segir framkvæmdastjóri Baugs í Bretlandi og þakkar stuttum boðleiðum árangurinn í útrásinni. Ekki kemur þetta heim og saman við málflutning Baugs á Íslandi sem sakar stjórnvöld um að leggja stein í götu fyrirtækisins.
Baugur kjölfestufjárfestir í 30 erlendum fyrirtækjum sem velta 1300 milljörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er eitt stjórnkerfi og annað stjórnvöld. Þannig hafa útrásarfyrirtækin líklega góðan aðgang að sendiráðum og viðskiptaskrifstofum, þó þeim sé ekki alltaf tekið fagnandi í forsætisráðuneytinu.
Marinó G. Njálsson, 6.3.2007 kl. 21:47
Jú, það er rétt. Málflutningur Baugsmanna hefur á hinn bóginn gengið út á að stjórnvöld hafi beitt stjórnkerfinu gegn sér.
Páll Vilhjálmsson, 6.3.2007 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.