Mánudagur, 2. júní 2014
Moska er bygging, ekki mannréttindi
Úthlutun lóðar undir mosku við þjóðbraut hefur nákvæmlega ekkert með mannréttindi að gera, eins og margur vinstrimaðurinn vill vera láta. Talsmaður múslíma segist vilja byggja mosku í Sogamýri til að gera hana að kennileiti höfuðborgarinnar. Moskan mun blasa við öllum sem ferðast um Ártúnsbrekku.
Á miðöldum voru kirkjur byggðar á torgum í Evrópu til að auglýsa trúarlegt yfirvald. Til skamms tíma voru kirkjur á Íslandi byggðar á hólum og hæðum, t.d. Hallgrímskirkja, og eru þar með sýnileg trúartákn. Eftir því sem trú skipar minni sess í andlegu lífi þjóðarinnar er kirkjum fundinn hlédrægari staðsetning en áður.
Múslímatrú er ekki hluti af menningararfi Íslendinga og algerlega ótækt að moska verði kennileiti í höfuðborginni. Sjálfsagt er að múslímar og aðrir trúarhópar fái lóðir undir sín bænahús - en það eiga ekki að vera útsýnislóðir.
Það yrði skipulagslegt og menningarlegt stórslys að byggja mosku við Sogamýri. Hvorki mannréttindi né trúfrelsi koma þar við sögu - það sjá allir nema illa gáttað vinstrafólk.
Athugasemdir
Sæll Páll sem jafnan - líka sem og aðrir gestir þínir !
Vel mælt - en.......... hinsvegar sýnist mér einboðið / að þessi nokkur hundruð Múhameðskra: hér á landi FLYTJI alfarið til Gósenríkis þeirra // Saúdí- Arabíu og nærsveita hennar - þar sem þau eiga svo sannarlega vini í varpa - síðuhafi góður.
Þessi mannskapur - getur ALDREI aðlagast : Vestrænum - Suðrænum // hvað þá Norrænum samfélögum Páll minn.
Til þess - er forneskja sem og fordæðuskapur þeirra kenninga sem þau fylgja of mikið á svig - við veraldarhyggju sem og eðlilega framþróun nútímans !!!
Með beztu kveðjum af Suðurlandi - sem oftar og fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.6.2014 kl. 20:00
Páll,
Félag múslima bað ekki um að byggja akkúrat á þessum stað. Félagið sótti um lóð, það borgaryfirvöld 14 ár að finna þessa lóð og úthluta til þeirra.
Þessi moska verður minna áberandi en flestar bensínstöðvar frá Ártúnsbrekku og niðurúr.
Einar Karl, 2.6.2014 kl. 23:00
Moskunni má auðveldlega finna annan stað, eins og rétt virðist. Og er það ekki einmitt það, semmethafinn Salmann Tamimi hefur verið að biðja um, í stað þessa "mikla mengunarstaðar"? En ætlar kannski villti vinstrilýðurinn að verða "kaþólskari en páfinn" eða öllu heldur múslimskari en Salmann í þessu máli?!
Jón Valur Jensson, 2.6.2014 kl. 23:17
Framsóknaroddvitinn sagði reyndar að það ætti ekki að úthluta lóð undir mosku á meðan við værum með Þjóðkirkju. Stuðningsmenn Framsóknar þykjast nú allri vera búinr ða gleyma þessum ummælum.
Hún var EKKI AÐ TALA UM STAÐSETNINGU eða akkúrat þessa lóð, þó svo hún fór svo að þvæla um það líka en dró aldrei upphafleg ummæli tilbaka.
Félag múslima vill halda í þessa lóð, þeir óttast vafalaust að það myndi taka önnur 14 ára að finna aðra. Og alveg sama hvar þeir hefðu fengið lóð, popúlistaframbjóðandinn í Framsókn hefði fundið að því.
Einar Karl, 2.6.2014 kl. 23:30
Sumir tala hér um "rétt" múslimasafnaðarins til lóðarinnar.
Til hvaða "réttar" eru þeir að vísa? Ekki lagalegs réttar.
Múslimasöfnuður hefur hefur ENGAN rétt til frírrar lóðar skv. íslenzkum lögum, en KIRKJUR hafa það skv. 5. gr. laga nr.35/1970, eins og ígtrekað hefur komið fram.
Þá má benda á, að aðrir söfnuðir ýmsir hafa sjálfir KEYPT sínar lóðir, t.a.m. kaþólska kirkjan, sem keypti bæði Landakotsjörðina og Jófríðarstaði í Hafnarfirði, fekk ekkert gefið, en reyndar var hún svipt rétti til að byggja á mestum hluta Landakotslóðarinnar, og Hafnarfjarðarbær ásældist svo Jófríðarstaðaland, að pólitíkusar þar létu taka það eignarland eignarnámi að mjög verulegu leyti og smánarbætur greiddar fyrir.
Múslimar á Íslandi munu ekki sjálfir hafa efni á að byggja 800 fm mosku og treysta bersýnilega á að fá stuðning frá ríkum aðilum í arabaheiminum. Það er bara ekki minnsta ástæða til að vorkenna þeim.
Jón Valur Jensson, 3.6.2014 kl. 00:08
Svo tala sumir, að þarna eigi að gæta jafnræðis og "mismuna ekki".
En er það að láta friðsaman búddhistasöfnuð fá afskekkta lóð í hálfgerðu veðravíti uppundir Hólmsheiði, en söfnuð með yfirmann, sem boðar handarhögg fyrir þjófnaði, fá kostaland á bezta auglýsingarstað í borginni – er nokkuð annað en frekleg MISMUNUN?! -- allt í boði vinstri borgarfulltrúa. Þarna er verið að HYGLA einum trúarhópi, sem á innhlaup í vissa pólitíska flokka, en óvirða annan trúarhóp.
Sumir halda sveitarfélög "ekki þurfa lagaheimild" til þessarar úthlutunar, en fæstir munu telja ofangreint eðlilegt. Frambjóðendur ti borgarstjórnar gátu leitað umboðs til þessa frá kjósendum vorið 2010, en gerðu það ekki. Það var skorað á þá fyrir mörgum mánuðum (á þessu ári) að láta fara fram íbúakosningu um málið. Það gerðu þeir EKKI. Ergo vantar allt UMBOÐ til þessa gernings.
Það er því eðlilegt að álykta, að hér hafi borgarfulltrúar ákveðið að fara ránshendi um eignir borgarinnar án heimildar, í þágu þrýstihóps sem var í náðinni hjá þeim. Og það er spilling og misnotkun almannafjár. Það á að gera þá ábyrga fyrir þessu, helzt fyrir dómi.
Jón Valur Jensson, 3.6.2014 kl. 00:12
Svo tala sumir UM, að ...
... er ÞAÐ nokkuð annað en frekleg MISMUNUN?!
átti að standa hér.
Og um þetta: "yfirmann, sem boðar handarhögg fyrir þjófnaði," sjá hér: HÉR!. Og þar er reyndar um Salmann Tamimi að ræða.
Eru vinstri menn á Íslandi, ásamt m.a. Fréttablaðinu, RÚV, DV og 365 miðlum, komnir í bandalag við trúarleiðtoga, sem með slíkum hætti lýsir hér opinberlega yfir stuðningi sínum við sjaría-refsingar?
Jón Valur Jensson, 3.6.2014 kl. 00:19
Þessi lagalega óheimili gerningur borgarstjórnar og borgarráðs getur ennfremur bakað borginni og útsvarsgreiðendum mikið fjárhagstjón, því að ýmis líknar- og góðgerðarfélög, sem starfa ekki í ágóðaskyni, heldur í almannaþágu eða fyrir þá sem minnst mega sín, geta þá allt eins farið fram á og ætlazt til frírra lóða undir starfsemi sína og án gatnagerðargjalda, en sakað að öðrum kosti borgarráðsmenn um freklega MISMUNUN !
Jón Valur Jensson, 3.6.2014 kl. 00:26
Jón Valur,
Eins og þú e.t.v. ekki veist, af því þú ert ekki löglærður, þá er Stjórnarskrá Íslands æðri þeim lögum sem þú vísar til. Og stjórnarskráin mælir fyrir að ekki skuli mismuna eftir trú og trúarbrögðum.
Ég veit að þið Framsóknarmennirnir viljið það, en þá verðið þið fyrst að breyta stjórnarskránni.
PS
Eigum við eitthvað að fara ræða það hvaðan peningarnir komu sem borguðu byggingu Landakotskirkju? Er hún ekki snöggtum hærri en 9 metrar?
Einar Karl, 3.6.2014 kl. 00:50
"Og stjórnarskráin mælir fyrir að ekki skuli mismuna eftir trú og trúarbrögðum," segir Einar Karl hér út í bláinn, án þess reyndar að vitna í rétt orðalag stjórnarskrárinnar, og svo kemst hann ómögulega hjá því að viðurkenna það að athuguðu máli, að 62. grein hennar stendur ennþá, en þar segir: "Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda."
Þetta felur EKKI í sér jafnræði, en hitt er þó ljóst, að hér ríkir trúfrelsi. Múslimum er þannig heimilt að byggja mosku, en það er EKKERT SEM GEFUR ÞEIM RÉTT TIL STUÐNINGS VIÐ ÞAÐ og engin lagagrein sem kveður á um að gefa þeim (frekar en t.d. líknarfélögum eða Frímúrarareglunni) ókeypis lóðir.
Svo vil ég minna Einar Karl á 63. gr. stjórnarskrárinnar, og nú feitletra ég þar seinni setninguna: "Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu."
Og af hverju var ég að feitletra þetta? Vegna þess að forstöðumaður múslimasafnaðarins, Salmann Tamimi, hefur fyrir nokkrum dögum í beinni útvarpssendingu lýst sig hlynntan því að þjófar verði handarhöggnir,* en þvílík kenning kennimanns trúarsafnaðar er sannarlega gagnstæð góðu siðferði og allsherjarreglu hér á Íslandi, og þótt reynt væri að horfa langt aftur, var þetta t.d. aldrei boðað né praktíserað hér af kaþólskri kirkju eða lútherskri.
PS. Og það er ekkert leyndarmál, að kaþólska kirkjan fekk mikinn fjárstuðning erlendis frá til að byggja sína Kristskirkju hér í Landakoti, enda ekkert við það að athuga, bara sómi að því.
* utvarpsaga.is/frettir/637-salmann-hlynntur-aflimun-þjófa-%C3%AD-refsingarskyni.html#.U4i0uyhj4lJ
Jón Valur Jensson, 3.6.2014 kl. 01:19
Jón Valur , já ég hef sagt eitthvað sem ég trui ekki á og sagt í reiði, en þína Biskup og öðrum kaþólskum prestar gerðu við börnin það sem þeir trúa á. Eigum við að svipta kaþólskri kirkjan og alla kaþólki sín rétt? þesssi sem býr í glerhúsi kastar ekki steinar á fólk.
Salmann Tamimi, 3.6.2014 kl. 02:53
Hvergi hef ég lagt til, að múslimar yrðu sviptir öllum rétti.
Og ég hef heldur ekki lagt það til um sjáfan þig.
En ég er örugglega ekki einn um að undrast ummæli þín á vefslóðinni sem ég gaf þarna upp síðast. Já, ég er hneykslaður á þeim, ef þú spyrð! Að þú hafir sagt þetta "í reiði" gæti nú einmitt bent til þess, að þú hafir ekki gætt þín og látið það flakka, sem inni fyrir bjó. (Sbr. einnig hér: valdimarjohannesson.blog.is/blog/valdimarjohannesson/entry/1393763.)
Og það ert væntanlega þú, sem berð ábyrgð á orðum þínum, ekki ég!
Kynferðismisneyting presta (kaþólskra sem annarra) er ógeðslegt mál, en breytir engu um réttmætt boðunarstarf alls þorra presta, sem saklausir eru af þvílíkum viðbjóði.
Jón Valur Jensson, 3.6.2014 kl. 03:21
Salmann og Jón Valur, trúið þið ekki á sama algóða og miskunnsama guðinn? Ættuð þið ekki að geta sýnt hvor öðrum kærleika og skilning?
Wilhelm Emilsson, 3.6.2014 kl. 07:16
segir Jón Valur með uppgerðarhleykslan og minnist auðvitað ekki einu orði á að áratugum saman var það STEFNA kirkju hans að steinþegja yfir slíkum viðbjóði, þagga niður mál og reka helst aldrei presta heldur færa þá frekar til! svo þeir gætu haldið áfram níðingsverkum sínum.
Svo hvet ég þig til að lesa um islam á heimasíðu Félags múslima, ég þykist vita að margt í þeim boðskap sé miklu mun heilbrigðara og meira mannbætandi en helgislepjan og yfirlætið í kaþólsku kirkjunni.
Einar Karl, 3.6.2014 kl. 07:30
Einar Karl.
Sem fyrr að grýta kristnar kirjur eins og siður er múslima víðast um heiminn. Slíkar konur þurfa ekki að hafa gert neitt annað en að giftast kristnum mönnum eins og sú sem fyrir fúm dögum var grýtt til bna að reiðum múslimamúgi sem og föður hennar og bróður. Kannski mjög „mannbætandi“ og „mun heilbrigðara ......... en helgislepjan og yfirlætið í kaþólsku kirkjunni“.
Þú ættir að minnast þess að það mun vera mun hærra hlutfall löggæslumanna þessa lands sem hafa verið ásakaðir um kynferðislegt ofbeldi en prestar hinna kristnu safgnaða á Íslandi. Er ekki ástæða fyrir þig að taka löggæslumenn og fangaverði til nálarskoðunareins og þér er tamt um hina kristnu presta ? Bara svo allrar sanngirni sé gætt og jafnræðis.
Þá eru hafa leikskólastarfsmenn orðið uppvísir af sllíkum níðingsverkum og svo má lengi telja. Kristnir prestar eru ekki betri eða verri en aðrar starfsstéttir um allan heim hvað níðingsverk varðar.
Ég tek undir með J'oni Vali að þetta eru vissulega níðingsverk hver sem í hlut á, og ber að rannsaka og saksækja þegar upp kemst.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.6.2014 kl. 11:12
Nú skil ég, af hverju Salmann sagðist vilja handarhögg þjófa. Ég hélt hann vilja fylgja sjaríalögum um það, en það er miklu meira en svo. Það er KÓRANINN sjáfur, sem fyrirskipar handarhögg þjófa! Þetta er í 5. kafla þar (súru 5), í 38. versi (í enskri útgáfu, en í 39. versi í þýzkri útgáfu).
Og Salmann gat náttúrlega ekki verið þekktur fyrir það meðal trúbræðra sinna að hafna þessum orðum Kóransins, hann þorði því ekki öðru en að sagja skýrt "JÁ!" til að svara spurningu Vadimars í þættinum á Útvarpi Sögu (smellið á hann í innleggi mínu hér ofar 3.6. kl. 01:19).
Einhver þarf að koma hér með þýðingu Helga Hálfdanarsonar á þessu mikilvæga versi.
Jón Valur Jensson, 3.6.2014 kl. 11:37
Predikari,
allur þorri íbúa í Pakistan fordæmdu hinn viðurstyggilega glæp sem þú minnist á. Sú kona giftist raunar ekki kristnum manni. Ódæðisverkið var ekki tengt trú, heldur feðraveldiskúgun sem mér dettur ekki í hug að afsaka á neinn hátt og hef aldrei gert.
Ýmislegt orkar tvímælis í íslam þegar trúarbókstafurinn, sem er ritaður fyrir meira en þúsund árum, er tekinn bókstaflega.
En nákvæmlega það sama á við kristna trú. Mjög margt í biblíunni orkar tvímælis, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Til dæmis mælir Gamla testamentið fyrir um dauðarefsingu, m.a. grýtingu, fyrir ýmsar smávægilegar yfirsjónir. Sem betur fer taka kristnir ekki slíkt bókstaflega, en margir hópar kristinna taka samt furðu margt bókstaflega sem stendur í Bilíunni.
Hin Lúterska Þjóðkirkja segir í sínum kenningum að bæði gamla og nýja testamentið séu orð Guðs, og ég minnist þess ekki að Biskupsstofa hafi gefið út leiðbeiningar um HVAÐ það er í Biblíunni sem sé bara fornaldarbull og fáfræði, eða yfirhöfuð sagt að kristin bókstafstrú sé óholl og varasöm, sem öllu skynsömu fólki má vera ljóst.
Einar Karl, 3.6.2014 kl. 11:38
Hvort er þetta úr Kóraninum eða Biblíunni?
Einar Karl, 3.6.2014 kl. 11:45
Ég vissi ekki að trúfélagið hafi beðið í 14 ár eftir lóðaúthlutun. Eftir minni vitneskju þá hafi trúfélagið neitað 4 sinnum um lóð sem þeim hafi verið úthlutað.
Kannski getið þið, bloggarar og þá sérstaklega Salmann, upplýst mig hvort ég fari með rangt mál.
Eggert Guðmundsson, 3.6.2014 kl. 13:20
,,Þegar tveir menn eru í áflogum, og kona annars hleypur að til þess að hjálpa manni sínum úr höndum þess, er slær hann, og hún réttir út höndina og tekur um hreðjar honum, þá skalt þú höggva af henni höndina og eigi líta hana vægðarauga."
(5. Mósebók 25.11-12.)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.6.2014 kl. 14:02
Hvað ætli almættinu algóða, alvitra og almáttuga finnist um undirheimaófrið, óréttlæti og trúarbrögð á Íslandi, og víðar í heiminum?
Var það ekki klerka/biskupa útskúfaður Jesús sem boðaði kærleik og frið?
Hvers vegna að gefa út margskonar brenglaðar valda-trúarbragða-stjórnarskrár, sem eru hættulegar fyrir náungakærleika og heimsfrið?
"Kirkjur" Rómarveldis um allan heim, koma ekki vel út, ef staðreyndirnar eru ræddar á frjálsan hátt, samkvæmt sannleiks-siðareglum frelsarans!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.6.2014 kl. 14:13
Ja, eg skal eigi meta það hvað þeir Himnafeðgarnir eru að spekúlera, - en hitt veit eg að refsingar sem sumir tala um sem islam fyrirbrigði þekktust barasta hérna á Íslandi árhundruðum saman og tekið var strangt á þjófnaði. Það voru m.a. aflimanir, brennimerkingar, húðlát oþh.
Það er eins og margir Íslendingar viti þetta ekki. Þetta þarf að kenna betur í skólum, að mínu mati, og sagfræðikennslan er að stórbregðast enda sumir slíkir þjóðrembingar og samkv. þeim var allt svo frábært hérna - nema náttúrulega vandamálið með útlendingana.
Hafa ber í huga í þessu sambandi og undirstrika og nótera hjá sér til frekari umhugsunar, að nútímarefsingar, þ.e. varðhald eða fangavist - er í raun bara nýtilkomin, má segja.
Jú jú, það var til þrælkunarvinna - en svona varðhald eins og nú þekkist vegna allra brota - þetta er bara nýtilkomið.
Kom eftir margar upplýsinga- og menntabyltingar, með almennri fræðslu og jöfnuði manna á millum. Og Jafnaðarmenn voru grunnelement í.
Svona er þetta nú.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.6.2014 kl. 15:14
Hva ... lét Jón Valur sig bara hverfa??
Skeggi Skaftason, 3.6.2014 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.