Föstudagur, 30. maí 2014
Gasklefar vinstrimanna og við
Er einhver með fullu viti sem finnur samhengi milli þess að afturkalla lóð undir mosku í Sogamýri og gasklefa þriðja ríkisins? Tja, þegar stórt er spurt.
Karl Th. Birgisson ritstjóri Herðubreiðar ýjaði að því að forsætisráðherra væri hallur undir nasisma. Margrét Tryggvadóttir fyrrum þingmaður er eins og Karl Th. komin með moskuna á heilann. Hún skrifaði oddvita Framsóknarflokksins í Kópavogi opið bréf til að undirstrika að moskumálið væri ekki sérmál höfuðborgarinnar. Til að hnykkja á málinu skrifaði Margrét stutta grein fyrir Karl Th. í Herðubreið um gasklefa í Dachau. Pistlinum lýkur með þessum orðum: ,,Öfgafull þjóðernishyggja er víti sem ber að varast."
Á morgun er kosið um völd. Menn með völd stjórnuðu gasklefum þriðja ríkisins. Spurningin sem kjósendur þurfa að svara á morgun er þessi: viljum við að vinstrimenn af týpunni Karl Th. og Margrét T. fái völd í okkar þjóðfélagi?
Athugasemdir
Nei ekki heldur sér mál Margrétar T.
Helga Kristjánsdóttir, 30.5.2014 kl. 10:59
Jú samhengið er víst þarna. Skúli Skúlason yfirrasisti og Einar Gunnar Birgisson erkirasisti (sem eys yfir netið hvað svertingjar séu heimskir) flykkja sér nú um Framsókn og hvetja skoðanasystkini sín til að kjósa flokkinn.
Daður Framsóknarframbjóðandans við múslimaandúð vekur upp alls konar ljótar skoðanir. Nú finnst þeim sem eru uppfullir af fordómum skyndilega að "alvöru" flokkur hlusti á þá og tali þeirra máli.
Ég tek undir með Margréti:
Öfgafull þjóðernishyggja er víti sem ber að varast.
Skeggi Skaftason, 30.5.2014 kl. 13:29
Skeggi, skilgreindu nú fyrir fáfróða hvað rasisti er og hvar takmarkast skoðanir manna um fólk svo það fái viðurnefnið,eða eftir atvikum sleppi við það.?????
Helga Kristjánsdóttir, 30.5.2014 kl. 18:30
Helga,
prófaði að gúggla hugtakið, eða tékkaðu á Wikipedia.
Ef þú ert í svo mikilli afneitun að sjá ekki að þessir tveir óyndismenn sem ég minnist á eru bullandi rasistafífl, þá er þér ekki viðbjargandi.
Skeggi Skaftason, 30.5.2014 kl. 23:08
Hvað er að þér maður,ég þekki ekki sporð eða hala á þeim sem þú heldur að séu orsök spurninga minna. Heldurðu að ég sé að heyra í fyrsta sinn rasista flokkunina á þeim sem vilja ekki að moska sé reist á þessum stað. Ég tel rasista þá sem þola ekki annan kynþátt. ---- Það er ekki hægt að rökræða við menn sem gefa sér allt um viðmælandann. --- afneitun bla,bla,bla, kveð því eins og kurteysi býður á íslandi.
Helga Kristjánsdóttir, 31.5.2014 kl. 02:07
Hann (?) er alltaf í hásæti sjálfskipaðs sálfræðings, talandi um afneitun, hatur, óheilbrigði, kynþáttafordóma, þjóðernishyggju þess Helga, etc, etc, etc. Út í bláinn þar sem þetta kemur ekkert þjóðerni eða þjóðernishyggju við, hvað þá öfgafullri þjóðernishyggju Margrétar.
Elle_, 31.5.2014 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.