Hatur í nafni frjálslyndis

Samfylkingarfólk og vinstrimenn gerðu umræðuna um mosku sem kennileiti í Reykjavík að hatursumræðu. Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík vildi afturkalla lóðaúthlutunina. Umræðan hefði getað orðið á grundvelli skipulagsmála og menningar, þ.e. hversu æskilegt það sé að moska í Sogamýri með níu metra bænaturni verði kennileiti í Reykjavík.

Vinstrimenn sáu til að þess að umræðan varð hatursfull með því að væna oddvita Framsóknarflokksins um rasisma. Álitsgjafar á vinstri kantinum, t.d. Egill Helgason, gáfu tóninn í umræðunni með yfirgengilegum munnsöfnuði. Vinur Egils til margra ára, Gunnar Smári Egilsson, rann á sorplyktina eins og fyrrum og kallar forsætisráðherra ,,kríp"

Ef þetta snýst um Framsókn er eina fréttin sú að forsætisráðherra Íslands treystir sér ekki að hafna tillögum flokksmanna um skipulögð mannréttindabrot á minnihlutahópum, einn forsætisráðherra í okkar heimshluta. En sá maður varð forsætisráðherra í boði fjölmiðla sem treystu sér ekki til að halda lágmarks viti í umræðunni; hann er kríp sem fjölmiðlarnir sköpuðu.

Tilvitnunin er tekin af málgangi Samfylkingarinnar, Herðubreið, en Karl Th. Birgisson fyrrum framkvæmdastjóri Samfylkingar notar hvert tækifæri til að benda Framsóknarflokknum við rasisma. Sumar færslur Karls Th. eru ísmeygilegar, t.d. með fyrirsögninni 1937, þar sem látið er liggja að því að Sigmundur Davíð sé hallur undir nasisma.

Samfylkingin er flokkur gegnsýrður af hatri.

 


mbl.is Með ólíkindum hvað menn leggjast lágt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sá á lykt sem fyrst finnur.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.5.2014 kl. 15:39

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það hefur tíðkast víða á internetinu núna í meira en 10 ár að hver sá sem er fyrstur til að draga nazista inn í umræðuna hefur tapað argumentinu.

Kallið "Godwin" á þetta. Þetta er búið að vera.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.5.2014 kl. 15:44

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Páll. Það er ekki alveg rétt að oddviti framsóknar vilji afturkalla lóðaúthlutunina til félags múslima. Hún vill setja úthlutunina á "hold" og láta borgarbúa kjósa um hvort ákvörðunin standi.

Þá kemur í ljós hvort meir en helmingur borgarbúa séu "rasistar" eða ekki. Kannski er það einmitt það sem Samfylkingin óttast, sjálft lýðræðið.

Annars er undarlegt hvernig sumir eru fljótir til að grípa til orðsins rasisti. Það virðist vera nóg að vera á annari pólitískri skoðun en kratar til að fá á sig slíkann stimpil.

Enginn hefur þó nefnt það orð í sambandi við hatur á rússnesku réttrúnaðarkirkjunni. Hana og hennar meðlimi má hata og segja allt illt um, bæði opinberlega og manna á milli. Það telst ekki rasismi. Kannski vegna þess að einn af frambjóðendum krata viðhafði slík orð og aðrir frambjóðendur þess flokks hafa með þögn sinni samþykkt, ásamt formanni sínum!! 

Gunnar Heiðarsson, 29.5.2014 kl. 17:03

5 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Ég endurtek nánast það sem ég ritaði í athugasemdum við fyrri pistil Páls, með viðbótar inngangi:

 Hérlendis er engin hefð fyrir íslömskum moskum og siðum. Hérlendis er hefð fyrir íslenskri hefð í hvaða mynd sem hún birtist, meðal annars þjóðkirkju sem er samofin íslenskri þjóðmenningu með margbreytilegum hætti.
Íslömsk moska við borgarhlið Reykjavíkur kæmi því eins og skrattinn úr sauðarleggnum og þruma úr heiðskíru lofti. Þar ætti fremur að reisa til dæmis styttur af öndvegissúlum Ingólfs, tákni Reykjvavíkurborgar og íslenskrar byggðar og þjóðar.

Hérlendis eru íslensk lýðræðisleg lög en ekki alræðisleg trúarlög sem betur fer. Trúfélög og trúaræsingamenn og aðrir sem vilja setja sín einkalög ofar landslögum eiga ekki heima hér.
Þeir sem fara ekki að landslögum eru almennt kallaðir glæpamenn. Á að bjóða glæpi velkomna í nafni umburðarlyndis? Slíkt væri misskilið umburðarlyndi. Þeir sem hafa brot á íslenskum landslögum sem sína æðstu sannfæringu og trú eru óalandi og óferjandi hérlendis; Eðli málsins samkvæmt.

Kristinn Snævar Jónsson, 30.5.2014 kl. 00:12

6 Smámynd: Elle_

Og ég er sammála þessu, Kristinn, og svaraði undir hinum pistlinum.

Elle_, 30.5.2014 kl. 17:50

7 Smámynd: Elle_

Og sammála ykkur líka, Ásgrímur, Guðmundur, Gunnar.  Það er grunnhyggið að tala um fordóma, kynþáttahatur og þjóðernishyggju, hvað þá öfga-þjóðernishyggju (Gasklefar vinstrimanna og við), í þessu sambandi.  Það kemur málinu ekki við.

Elle_, 30.5.2014 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband