Fimmtudagur, 29. maí 2014
Framsókn er kletturinn gegn skoðanakúgun
Vinstriflokkarnir ákváðu að moska skyldi rísa við fjölfarnasta veg landsins og verða þannig að kennileiti Reykjavíkur. Samfylkingin gaf það út að mótmæli gegn mosku sem kennileiti höfuðborgarinnar væri rasismi.
Heiladauður Sjálfstæðisflokkur tileinkaði sér ákvörðun vinstrimanna og auglýsti múslímavæðingu höfuðborgar Samfylkingar og vinstriflokkanna sem ,,dásamlega Reykjavík." Jafnvel glerhörðum sjálfstæðismönnum eins og Birni Bjarnasyni verður bumbult af aumingjahætti framboðsins.
Framsóknarflokkurinn einn stendur gegn skoðanakúgun vinstrimanna og vill afturkalla úthlutun lóðarinnar til múslíma. Yfirlýsing oddvita Framsóknarflokksins hleypti af stað umræðu sem sýnir að stórum hópum kjósenda finnst nóg um yfirgang vinstrimanna í þágu sértrúarhópa.
Það er arfleifð frá miðöldum að setja upp trúartákn á áberandi stöðum í borgum. Dómkirkjur í miðaldaborgum Evrópu risu við markaðstorg til að sýna mátt og megin. Á Íslandi í seinni tíð voru kirkjur reistar á hólum og hæðum, samanber Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti.
Eftir því sem dregur úr kennivaldi trúarinnar eru bænahús og kirkjur settar niður á hlédrægari staði en áður. Fyrir hálfum öðrum áratug voru hatrammar deilur í Kópavogi þar sem til stóð að byggja kirkju á Víghóli, sem er útsýnisstaður. Kirkjubyggingunni var fundinn minna áberandi staður.
Það er algerlega ótækt að borgaryfirvöld samþykki að moska múslíma skuli rísa á lóð við fjölfarnasta veg landsins. Allir sem eiga leið um Ártúnsbrekku munu hafa moskuna í Sogamýri fyrir augum. Moskan mun segja þá sögu ókunnugum að höfuðborg Íslands sé múslímavædd.
Þökk sé Framsóknarflokknum er komin viðspyrna gegn stærsta menningar- og skipulagsslysi seinni ára í höfuðborginni.
Framsóknarflokkurinn einn þorði að rísa gegn skoðanakúgun vinstrimanna sem kenna það við rasisma ef einhver andmælir þeim. Við eigum að þakka Framsóknarflokknum fyrir hugrekkið og greiða flokknum atkvæði okkar í borgarstjórnarkosningunum á laugardag.
Framsókn með mann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samfylkingin gaf það út að mótmæli gegn mosku sem kennileiti höfuðborgarinnar væri rasismi.
...og opinberaði með því sína eigin fáfræði og fordóma.
Það eru ekki til neinir kynþættir, fyrir slíkum kenningum eru nákvæmlega engin vísindaleg sönnunargögn. "Antirasismi" sossanna er þar af leiðandi ekkert annað en ein trúarbrögðin í viðbót, og þau eru í besta falli villutrú.
Svo reyndu þau líka að halda því fram að þetta hefði eitthvað með andúð á útlendingum að gera, en föttuðu ekki að flestir í félaginu eru Íslendingar.
Ef ég væri svona fáfróður myndi ég forðast að vera að auglýsa það.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.5.2014 kl. 11:27
Framsóknarflokkurinn stendur fyrir skoðanakúgun og afturhald. Hann byggir allann sinn málflutning á fáfræði og tryggja að henni verði viðhaldið, líkt og þeir sem aðhyllast islam og önnur trúarbrögð af mestum ofsa.
Halldór Þormar Halldórsson, 29.5.2014 kl. 13:14
Í alvöru talað. Ég hjóla framhjá þessari lóð oft í viku. Ekki hef ég heyrt stinga uppá öðrum notum fyrir hana. Moskan þessi verðiu einnar hæðar bygging, með 9 metra háum turni, LÆGRI en apsirnar allt í kring.
Einar Karl, 29.5.2014 kl. 13:21
Viljum við ekki gefa landið og hluta af landinu og fullveldið, kallar þessi föðurlandsniðrandi mistök af stjórnmálafylkingu það útlendingahatur og þjóðrembing. Vona að Sjálfstæðisflokkurinn fari að átta sig að hann er á niðurleið með samfylkingarmenn ráðandi innan flokksins.
Elle_, 29.5.2014 kl. 14:10
Halldór Þormar:
FramsóknarflokkurinnSamfylkingin stendur fyrir skoðanakúgun og afturhald.HannHún byggir allann sinn málflutning á fáfræði og tryggja að henni verði viðhaldið, líkt og þeir sem aðhyllast islam og önnur trúarbrögð af mestum ofsa.Sko, ég lagaði þetta fyrir þig !
Guðmundur Ásgeirsson, 29.5.2014 kl. 14:14
Einar Karl, það er tún þarna núna og ég sting upp á að það verði þar áfram.
Sko, ég lagaði þetta fyrir þig líka ! :)
Guðmundur Ásgeirsson, 29.5.2014 kl. 14:16
"SVO BREGÐAST KROSSTRÉ SEM ÖNNUR TRÉ".
http://www.ruv.is/frett/forsaetisradherra-segir-alla-faedda-jafna
Jón Þórhallsson, 29.5.2014 kl. 15:04
Guðmundur, við getum alveg rökrætt hvort þarna skuli vera tún eða hús. En ef það hefði staðið til að reisa þarna KIRKJU fyrir ÞJÓÐKIRKJUNA þá hefði auðvitað Framsóknarframbjóðandinn eða "blaðamaðurinn" Páll Vilhjálmsson ekki sagt múkk. Það við við og það vita þau og það veit Sigmundur Davíð líka, sem með orðum sínum hefur óbeint tekið undir málflutning oddvitans.
Einar Karl, 29.5.2014 kl. 16:46
Ég er hinsvegar samkvæmur sjálfum mér og myndi ekki heldur vilja kirkju þarna. Túnið er fínt eins og það er og þar er hægt að spila fótbolta á sumrin.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.5.2014 kl. 17:02
"Framsóknarflokkurinn einn þorði að rísa gegn skoðanakúgun vinstrimanna sem kenna það við rasisma ef einhver andmælir þeim. Við eigum að þakka Framsóknarflokknum fyrir hugrekkið og greiða flokknum atkvæði okkar í borgarstjórnarkosningunum á laugardag."
Í alvöru talað, þetta er hverju orði sannara. Hérlendis er engin hefð fyrir íslömskum moskum og siðum. Hérlendis er hefð fyrir íslenskri hefð í hvaða mynd sem hún birtist.
Hérlendis eru íslensk lýðræðisleg lög en ekki alræðisleg trúarlög sem betur fer.
Trúfélög og trúaræsingamenn og aðrir sem vilja setja sín einkalög ofar landslögum eiga ekki heima í íslensku samfélagi.
Þeir sem fara ekki að landslögum eru almennt kallaðir glæpamenn. Á að bjóða glæpi velkomna í nafni umburðarlyndis? Slíkt væri misskilið umburðarlyndi. Þeir sem hafa brot á íslenskum landslögum sem sína æðstu sannfæringu og trú eru óalandi og óferjandi hérlendis.
Kristinn Snævar Jónsson, 30.5.2014 kl. 00:03
Kristinn Snævar:
Fer Félag múslima ekki eftir landslögum? Geturðu nefnt EITT DÆMI um það? Plís, eitt einasta dæmi. Þú hlýtur að geta það, fyrst þú kallar fólk "glæpamenn"?!
Einar Karl, 30.5.2014 kl. 07:13
Orð mín í tveimur síðustu málsgreinunum eru almennar og skilyrtar athugasemdir. Ég nefni hvergi neinn ákveðinn aðila þar á nafn. Að halda því fram að svo sé er oftúlkun og/eða tilbúningur.
Kristinn Snævar Jónsson, 30.5.2014 kl. 10:01
Kristinn:
þu skrifar:
HVERJIR eru það sem hafa brotið íslensk landslög?? "sannfæringu" hverra ertu að tala um?
Veistu nokkurn skapaðan hlut um hvað þú ert að tala? Á ég að dæma alla kristna út frá því hvað einhverjir öfgamenn í Bandaríkjunum og Úganda hugsa og gera??
Einar Karl, 30.5.2014 kl. 11:19
Á að bjóða glæpi velkomna í nafni umburðarlyndis? - - - Já, þetta er nefnilega það sem þessi afsökun af stjórnmálafylkingu gerir, býður glæpum heim í landið. Glæpir eins og innanveggja bankarán og kúgun eru velkomnir af þessu óvandaða liði, bara ef þau sjálf fá það sem þau vilja.
Elle_, 30.5.2014 kl. 17:38
Þá moskan verður kennileiti Reykjavíkur, flyt ég búferlum.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.5.2014 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.