Vinstrimenn múslímavæðast

Hávaðinn í kringum tillögu oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík um að afturkalla lóð undir mosku er ekki í neinu samræmi við tilefnið. Einkum eru það vinstrimenn sem láta öllum illum látum.

Það er sjálfsagt að taka til umræðu á ný hvort heppilegt sé að borgaryfirvöld láti af hendi lóð undir mosku. Slíkar byggingar stinga í stúf við hefðir og venjur í Vestur-Evrópu, bæði sakir útlits og starfsemi, sbr. hávaðamengunar við bænaköll. Í Sviss var þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem bann var lagt á bænaturna.

Trúfrelsi felur ekki í sér að ríki og sveitarfélög eigi að skaffa lóðir undir trúfélög. Til að iðka trú sína þurfa múslímar ekki að byggja mosku.

Moskur múslíma á Vesturlöndum hafa ekki eingöngu verið notaðar til trúariðkunar. Mörg dæmi eru um að moskur séu miðstöðvar hatursáróðurs gegn vestrænum samfélögum og gildum.

Það er hvergi nærri sjálfsagt mál að múslímar byggi mosku á landi Reykjavíkurborgar. Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík á þakkir skildar fyrir frumkvæðið að setja málið á dagskrá í kosningabaráttunni. 

Vinstrimenn í Reykjavík eru á hinn bóginn skringilegur sértrúarhópur sem finnst jafn sjálfsagt að setja jarðýtur á eigur samborgara sinna og að úthluta múslímum lóð undir mosku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er svona að velta fyrir mér hvort að Páll og fleiri viti ekki að múslimar eiga í dag félagsaðstöðu a.m.k. á 2 stöðum og hittast þar til bænahalds. Heldur Páll að bygging á nýju húsi breyti eðli fólks? Síðan minnir mig að nær allar kristnar kirkjur séu með kirkjuturna þar sem er klukkur sem hringja við allar athafnir sem þar fara fram eins og messur og jarðafarir. Held að múslimar fengju aldrei að varpa út bænaum úr bænaturn í tíma og ótíma. Enda eru nýjar leiðir fyrir þá í gegnum netið og með útvarpsrásum. Þá held ég að hvaða húsnæði sem er mundi duga þeim til að halda úti áróðri gegn vesturlöndum.  Hvort sem þeir myndu hittast í aðstöðunni sem þeir hafa núna eða í heimahúsum eða sölum út í bæ. 

Held að menn verði nú að átta sig á að flestir múslimar sem flytja til Vesturlanda eru einmitt að flýja ofsa og öfgamenn í sínum löndum. Og færu ekki til Íslands af öllum löndum til að ná heimsyfirráðum. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.5.2014 kl. 12:04

2 Smámynd: Aztec

"Held að menn verði nú að átta sig á að flestir múslimar sem flytja til Vesturlanda eru einmitt að flýja ofsa og öfgamenn í sínum löndum."

Ha? Það er eitthvað nýtt.

Aztec, 25.5.2014 kl. 12:09

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Draumastaða Samfylkingarkonunnar hlýtur að vera sú að Ísland gangi í ESB og Tyrkland fylgi, með sínar 76 milljónir múslima. Þá þarf að gæta réttar þeirra í hvívetna, þó að þeir séu í 90. sæti jafnréttis (Ísland í 14.) vel á eftir Íran (76.) og Sádí Arabíu (58.), þar sem hlutfall kvenna á þingi er 0,1%! Talið er að fjármagnið fyrir byggingunni komi einmitt frá Sádí. Fyrrverandi forseti Hæstaréttar hér taldi réttarstöðu kvenna í Sádí- Arbíu nær enga, eftir að hafa kannað málið.

Ívar Pálsson, 25.5.2014 kl. 13:19

4 Smámynd: Valur Arnarson

Góð greining á málinu Páll. Það er líka soldið merkilegt að horfa á vinstrimenn væla yfir afstöðu Sveinbjargar, þar sem hún vill í rauninni bara að málið fari í lýðræðislegt ferli.

Sveinbjörg vill að Reykvíkingar taki afstöðu til málsins - hún vill íbúarkosningu um málið, sem er lýðræðislegt ferli. Hún vill færa valdið í hendur borgarans.

Vinstrimenn væla mikið yfir því að fá ekki að kjósa um það hvort aðildaviðræður við Evrópusambandið eigi að halda áfram. En þeir virðast ekki hafa neinn áhuga á því að kjósa um þetta. Er þetta þá ekki valkvætt lýðræði vinstrimanna?

Valur Arnarson, 25.5.2014 kl. 13:40

5 Smámynd: Valur Arnarson

Annað sem er merikilegt og það er að fylgjast með hundunum í vantrú berjast fyrir því að þessi bygging múslima verði að veruleika og sanna þar með hlutverk sitt sem baráttuafl gegn kristnum trúarbrögðum en ekki neinum öðrum.

Valur Arnarson, 25.5.2014 kl. 13:41

6 identicon

Sæll Páll jafnan - sem og aðrir gestir þínir !

Magnús Helgi !

Væri einhver alvara - að baki þeirra Múhameðstrúarmanna / sem flytja eða flýja til Vesturlanda: eða annarra Heimshluta að taka upp breytta lifnaðarhætti - væri ekki við þessi vandamál að etja gagnvart þeim:: sem þeir EINMITT:: reyna að troða upp á sína gestgjafa - víðsvegar.

Þeir Mekku liðar - eru / og verða UNDIRFERLINU og FLÁRÆÐINU ofurseldir alla tíð:: þeir þeirra - sem hanga á Kóran þvælunni og Sharía óþverranum - flestir þeirrra: allt til æfiloka.

Það á - að REKA allt Eingyðishyggjuliðið:: Gyðinga og Múhameðska héðan Magnús minn - nema þeir kasti Gamla Testa mentis og Kóran óhroðanum fyrir sín borð - Kópavogsbúi góður !!!

Með beztu kveðjum sem endranær - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.5.2014 kl. 14:02

7 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er hægri stefnan eitthvað betri en sú vinstri?

http://www.t24.is/?p=5993

Jón Þórhallsson, 25.5.2014 kl. 15:22

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sem Jafnaðarmenn gera, nú eins og ávalt, er að standa vörð um réttindi allra.

Ef svona forstokkaðir afturhaldsmenn eins og framsjallar og þjóðrembingar hefðu ráðið ferð - þá værum við enn á miðöldum.

Konur hefðu engan rétt og almenningur engann o.s.frv.

Þið fenguð hinsvegar eigi að ráða heldur sigra'i jafnaðarmennskan eftir harða baráttu við sjalla götu úr götu, hús úr húsi herbergi í herbergi og tryggði að lokum öllum grunnréttindi í samfélagi.

Framsjallar og elítusinnar hafa aldrei sætt sig við þetta og eru sífellt að reyna að koma því þannig fyrir að þeir getið barið á fólki eftir behag og horfið verði til fyrr alda þessu viðvíkjandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.5.2014 kl. 15:55

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll vertu Maggi minn! Ekki veit ég hvernig bænir úr bænaturnum múslima óma,en við ættum nú bæði að þekkja klukknahljóm Kópavogskirkju.Ég bjó í göngufæri frá henni þegar sr. Árni Pálsson þjónaði þar,man aldrei eftir neinum sem amaðist yfir þeim. Þú heldur að múslimar fengju aldrei að ákalla úr bænaturnum í tíma og ótíma. Á þá að leyfa byggingu þeirra með skilyrðum,? --Vertu nú ekki að bera á okkur,að við lítum þá sérstöku hornauga,af hræðslu um að þeir stefni á heimsyfirráð.Þau flýja ofbeldi og öfga já og vita ekkert frekar en hinn almenni borgari þjóðlanda sem skipar sér í flokka,hvað stjórnendur þeirra hafa á prjónunum.

Helga Kristjánsdóttir, 25.5.2014 kl. 17:29

10 Smámynd: Valur Arnarson

Ég hló upphátt þegar ég las þetta:

"Það sem Jafnaðarmenn gera, nú eins og ávalt, er að standa vörð um réttindi allra."

Hvaða jafnaðarmenn eru það?

Ef þú (Ómar Bjarki) ert að tala um hræsnarana í Samfylkingunni þá standa þeir ekki vörð um hagsmuni landsbyggðarinnar. Berjast fast með því að færa peninga frá landsbyggðinni til Reykjavíkur til listamanna vinafólks svo að það geti nú allt verið fríkað og flott í 101. Tilgangur ofur-veiðigjalda er einmitt nákvæmlega sá.

Valur Arnarson, 25.5.2014 kl. 18:14

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þvert á móti. Þetta er framsajllalygi.

Sannleikurinn er að framsóknarmenn og sjallar láta svipuna ríða á landsbyggðinni og krefjast þess að flytja landsbyggðarmenn hreppaflutningum eftir behag sem nýleg dæmin sanna.

Í annan stað vilja framsjallar rýja landsbyggðarmenn inn að skinni og flytja fjármuni til Stór-Reykjavíkursvæðisins - og ekki bara það heldur vilja þeir troða landsbyggðarfjármunum í vasa auðmanna og greifa á stór-Reykjavíkur svæðinu.

Þetta er nú sannleikurinn og staðreyndirnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.5.2014 kl. 18:25

12 Smámynd: Valur Arnarson

Ómar Bjarki, ekki ætlar þú að segja mér að þú trúir þessu rugli. Það vill nú svo vel til að ég á skyldmenni á landsbyggðinni sem með heiðarlegum hætti hafa reynt að framfleyta sér með vinnu tengdri sjávarútvegi. Ofur-veiðigjoldin sem vinstri og jafnaðarmenn síðustu ríkisstjórnar komu á höfðu verulega neikvæð áhrif á vinnu út á landi. Sem betur fer fór þessi ófögnuður frá völdum annars hefði farið verr.

Valur Arnarson, 25.5.2014 kl. 23:40

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Framsjallalygi. Skiptu engu máli fyrir minni útgerðir þessi sanngjarni skattur á LÍÚ.

LÍÚ dro upp svipuna og framsjallar grið um hana með þeim og lúbörðu landsbyggðarfólk.

Jafnaðarmenn eru þeir einu sem alltaf, allstaðar standa vörð um réttindi fólks - alls fólks - líka landsbyggðarfólks.

Þvert á framsjalla og elítuna sem vill helst berja á landsbyggð og þeim verst stæðu í samfélagi til að geta seilst í vasa þess og mokað undir eigin elíturass.

Þessvegna skilja Jafnaðarmenn undireins að þegar framsóknarmenn ætla að fara að vega að minnihlutahópi - þá þarf að bregðast hart við og keyra öfgamenn niður og láta síðan kné fylgja kviði og gefa þeim rauða spjaldið.

Reykvíkingar hafa tækifæri til eftir nokkra daga að mola niður sjallaflokkinn og rústa framsóknarflokknum for gúdd.

Ef þeir gera það - þá á forsetagarmurinn bara að veita reykvíkingum fálkaorðua.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.5.2014 kl. 01:17

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar Bjarki

þú ert einkar laginn við að hafa vitlaust fyrir þér,!

Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ráðið öllu hefðu konur engan rétt!

Fyrsti þingmaðurinn eftir endurreisn þess sem var kvenmaður var fröken Ingibjörg H Bjarnason! Hún var í öðrum flokknum sem úr varð Sjálfstæðisflokkurinn. Hún var einn mesti barattumaðurinn á sinni tíð fyrir réttindum kvenna sé og einmitt Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt haft í forgrunni. Fröken Ingibjörg var ræðumaður víða og skrifaði mikið til að koma á fullum réttindum kvennanna, já hægrimaður var hún sannarlega enda talsmaður jafnra réttinda og tækifæra allra manna og stétta - ólíkt vinstrimönnum!

Allir þekkja slagorð vinstriflokkanna á lslandi =

ALLIR MENN ERU JAFNIR - SUMIR ERU BARA JAFNARI EN AÐRIR !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.5.2014 kl. 03:46

15 Smámynd: Jón Ragnarsson

Það er þegar moska í Reykjavík. http://www.ruv.is/frett/ymishusid-verdur-moska-og-menningarsetur

Jón Ragnarsson, 26.5.2014 kl. 10:46

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ingibjörg gekk ekki í óberbisflokkinn sjallamannaflokk fyrr en búið var að lúberja þá sjallamenn til hlýðni og neyða þá til að veita konum rétt.

Allar þær réttindabaráttur sem háðar hafa verið við sjalla - hafa síðar meir þótt sjálfssagðar og eðlilegar og þá hafa sjallaóbermin reynt að notfæra sér það í lýðskrumi með sjallasvipuna innanklæða tilbúnir að láta hana ríða á baki hinna verr stæðu í samfélagi.

Þetta er allt sagnfræðileg staðreynd.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.5.2014 kl. 12:31

17 Smámynd: Mofi

Ef um væri að ræða búddista, hindúar, jainism, baháí og Shinto og hvað annað þá væri mjög líklega enginn að velta þessu fyrir sér... málið er að Islam er allt annað. Saga Islams, núverandi hegðun landa sem Islam ræður yfir og hvað Kóraninn kennir gefur öllum sem meta lýðræði, trúfrelsi og mannréttindi ástæðu til að hafa áhyggjur af Islam.

"Over a billion people believe in Allah without truly knowing what Allah supposedly stands for or what he really demands of them. And the minority that do understand continue to be Moslems because they have redefined their morality and ethics to fit within the teachings of Islam, which are floridly lacking in morality. They therefore redefine what is good and evil in order to fit their lives into what is preached by Islam, instead of examining Islam to see if it fits within the good life. Backwards thinking, imposed by a backward religion.”

― Bertrand Russell

Mofi, 26.5.2014 kl. 14:39

18 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Er ekki Biskupinn að vingast við Múslima????

Ekki hefgur Biskup vor mikla þekkingu á Glæpaverkum Íslam.

Vilhjálmur Stefánsson, 26.5.2014 kl. 23:38

19 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar!

Þú sannar enn og aftur það sem ég sagði um það þegar þú sest við skriftir : þú ert einkar laginn við að hafa vitlaust fyrir þér.

Kynntu þér nú sögu frökenar Ingibjargar H Bjarnason áður en þú bullar meira sem og um stofnun Sjálfstæðisflokksins.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.5.2014 kl. 04:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband