Fimmtudagur, 22. maí 2014
Ríkissaksóknari í pólitík
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari stundar pólitík þegar hún rannsakar að kröfu DV meint lekamál í innanríkisráðuneytinu en lætur undir höfuð leggjast að saksækja kynferðisafbrotamenn af festu.
Með ákæru á hendur hjúkrunarfræðingi er Sigríður enn að brjóta í blað.
Sigríði voru mislagðar hendur í fyrsta stóra málinu sem hún glímdi við, landsdómsákæru vinstristjórnarinnar á hendur Geir H. Haarde fyrrum forsætisráðherra.
Ríkissaksóknari er í vinnu hjá almenningi en ekki stjórnvaldinu sem veitti embættið, - bara svo það sé rifjað upp.
Siðferðilegt glapræði ríkissaksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvort maður man ekki! Svipur hennar var ekki misskilin,hann bar ógnina í spegli sálarinnar og flestum okkar sem kusum ,,sakborninginn,, leið eins og við stæðum á aftöku palli. Það er afar erfitt að rifja þetta upp og ég veit mæta vel að oft má satt kyrrt liggja,en þetta er til umfjöllunar og á þeim tíma minnti hún mig á “norn” í ævintýri Hans og Grétu.
Helga Kristjánsdóttir, 22.5.2014 kl. 17:34
Þetta á við um Landsdómsákæru vinstristjórnarinnar á hendur Geir H. Haarde
Helga Kristjánsdóttir, 22.5.2014 kl. 17:42
"Meint" lekamál? Var skjalinu þá aldrei lekið, bara skáldað upp úr þurru á Mogganum og Fréttablaðinu? Skjal sem er skrifað síðdegis einn dag og birtist á prenti í Fréttablaðinu morguninn eftir ... þetta var kannski bara fréttatilkynning úr Innanríkisráðuneytinu?
Brynjólfur Þorvarðsson, 22.5.2014 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.