Miðvikudagur, 21. maí 2014
Sjálfstæðismenn hafna Halldóri
Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er með sama stuðning í að verða borgarstjóri og nemur fylgi flokksins - 20%. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur aldrei farið niður fyrir 33 prósent og einatt er það yfir 40 prósent.
Í þúsundavís snúa kjósendur Sjálfstæðisflokksins baki við ESB-sinna, sem núna kallar sig viðræðusinna, og vildi verða borgarstjóri. ESB-sinni er samkvæmt skilgreiningu vanhæfur til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins. Allar skoðanakannanir síðustu ára sýna 80 til 90 prósent ESB-andstöðu kjósenda Sjálfstæðisflokksins.
Vörður gerir ekki annað en að auglýsa megna óánægju almennings með oddvita Sjálfstæðisflokksins með lýsa yfir sérstöku trausti á Halldóri.
Segir Halldór njóta stuðnings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þetta ekki augljóst. Hvernig datt einhverjum í hug að koma með ESB sinna inn fyrir þessar kosningar. Ég bara skil ekki þessa hugmyndafræði.
Valdimar Samúelsson, 21.5.2014 kl. 21:50
Nú eru svo margir búnir að svíkja og ljúga, í forystu/eigenda-stýringu flokkanna, að trúverðugt traust hefur nánast verið kæft!
Fölsk og ný flokkaviðhengi gömlu flokkseigenda-svika-aflanna eru svo enn glærari og ótrúverðugari, heldur en þau gömlu.
Það er dýrt spaug hjá yfirstjórn flokkanna, að deila áfram út gömlu og ójafnt gefnu svikakortunum dauðadæmdu. Og ný öfl virðast komast einungis til valda, ef þau eru baktjalda-viðurkennd viðhöld gömlu aflanna. Þannig er dómaraspillt "lýðræðið" á Íslandi í dag.
Það virðist vera of flókið fyrir eigendayfirvald flokka, að fara veg heiðarleika og réttlætis, og standa við stór og mikilvæg kosningaloforð?
Hvað hafa flokkar þá uppá að bjóða fyrir kjósendur, ef heiðarleikan og réttlætið skortir í hugsjónamarkmið flokkseigenda?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.5.2014 kl. 22:21
Sérðu fyrir þér að einhver annar oddviti en Halldór myndi fá meira fylgi sem borgarstóri en sem nemur fylgi listans?
Ómar Ragnarsson, 21.5.2014 kl. 23:31
hmm - sannleikurinn er að íbúar rvk hafna sjálfstæðisflokknum. ætti ekki að koma neinum á óvart
Rafn Guðmundsson, 22.5.2014 kl. 00:01
Sæll Páll, þú segir "ESB-sinni er samkvæmt skilgreiningu vanhæfur til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins." -- hvernig endaði þessi maður í efsta sæti í prófkjöri fyrst svo er?
Steinn E. Sigurðarson, 22.5.2014 kl. 00:03
Þetta er góð spurning hjá Ómari. Hvað segir Páll um þetta?
Wilhelm Emilsson, 22.5.2014 kl. 00:50
Páll skrifar: „ESB-sinni er samkvæmt skilgreiningu vanhæfur til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins.” Páll gefur sér það að Halldór sé ESB-sinni. Sjálfur kallar Halldór sig ESB-viðræðusinna. Páll gerir engan greinarmun þar á milli.
Halldór hefur skrifað: „Ég hef um langa hríð verið hlynntur því að íslenska þjóðin færi í aðildarviðræður við Evrópusambandið, þar væri látið reyna á það hvernig samning þjóðin gæti fengið og kosið svo um þá niðurstöðu. . . . ég hef verið hlynntur aðildarviðræðum og hugsanlega inngöngu í ESB ef samningur um slíkt fellur að hagsmunum þjóðarinnar og það á hún sjálf að meta. Þar mun sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn ráða mestu."
Heimild: http://blog.pressan.is/halldor/2010/02/26/esb-og-sjavarutvegsmalin/
Svo getur hver dæmt fyrir sig hvort þessi orð gera Halldór að ESB-sinna. Mitt álit er að hann sé bara venjulegur tækifærissinni eins og við flest. Við erum flest reiðubúin að gera eitthvað ef það hentar okkar hagsmunum.
Páll segir ennfremur: „Vörður gerir ekki annað en að auglýsa megna óánægju almennings með oddvita Sjálfstæðisflokksins með lýsa yfir sérstöku trausti á Halldóri.”
Vörður er ekki bara eitthvað félag. Í stjórn Varðar eru formenn allra sjálfstæðisfélaga Reykjavíkur. Hefur Páll betri innsýn í það sem er sjálfstæðismönnum fyrir bestu en leiðtogar þeirra og þeir sem kjósa þá leiðtoga? Það er auðvitað möguleiki.
Wilhelm Emilsson, 22.5.2014 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.