Miðvikudagur, 21. maí 2014
Krónan setur Ísland í úrvalsflokk, evran Evrópu í ruslflokk
Stýrivextir íslensku krónunnar eru 6%, verðbólga er lág, um 2,5%, hagvöxtur um 3% og atvinnuleysi óverulegt. Á mælistiku hagfræðinnar er Ísland í úrvalsflokki.
Í evrulandi er nánast núll hagvöxtur, verðhjöðnun, stýrivextir eru núll og stefna í neikvæða vexti og atvinnuleysi er 12% að meðaltali. Evrópa er í hagfræðilegum ruslflokki - þökk sé evrunni.
Neikvæðir vextir, þ.e. að viðskiptabankar borgi Seðlabanka Evrópu að fyrir að geyma fyrir sig fé, fela í sér að það eru engin fjárfestingatækifæri í Evrópu, segir hagspekingurinn Wolfgang Münchau í Spiegel. Í álfunni ríkir efnahagsleg stöðnun.
Neikvæðir vextir geta haft margvíslegar ófyrirséðar afleiðingar og eru viðbrögð við efnahagspólitísku svartnætti sem evran skapar Evrópu.
Óbreyttir stýrivextir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Styrkur Evrunnar veldur Evrulöndum æ meiri uppsöfnuðum skaða. Nú kom fram að Frakkland er með nákvæmlega 0% hagvöxt. Ítalía -0,5% og Spánn +0,5% þannig að þessi 3 af 4 stærstu Evruríkjum eru í raun á núlli í þjóðarframleiðslu, en þriðjung íbúa ESB er að finna í þessum ríkjum. Hvernig á að fjármagna vexti afborgana gríðarlána þeirra?
Atvinnulaus ungmenni þar eru 23%, 42% og 57% heildarinnar! Ekki skapar það góðan grundvöll fyrir komandi tekjur til þess að greiða vexti af lánum Evru- æðisins.
Ívar Pálsson, 21.5.2014 kl. 12:07
Og var hrunið, og hrun krónunnar, bara slæmur draumur? Hér er grein frá Reuters sem setur hlutina í samhengi:
http://www.reuters.com/article/2014/02/17/iceland-economy-idUSL5N0LI2OH20140217
Wilhelm Emilsson, 21.5.2014 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.