Gambítur stjórnarandstöðunnar

Stjórnarandstaðan á þingi sameinast um að hjálpa Framsóknarflokknum að svínbeygja Sjálfstæðisflokkinn til að taka upp auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Fyrsta kastið virðist þetta snjall leikur hjá stjórnarandstöðunni. Framsóknarflokkurinn þarf að svara hvort alvara sé á bakið ályktun síðasta flokksþings, sem er ekki nema nokkurra daga gamalt. Ef svo ólíklega vill til að Framsóknarflokkurinn þekkist boðið verður sprenging í stjórnarsamstarfinu.

Tilboð stjórnarandstöðunnar gæti á hinn bóginn komið henni sjálfri í koll. Þótt almenningur sé alveg til í að líta á stjórnmál, einkum fyrir kosningar, sem íþróttamót þar sem nokkur lið keppa um gull, silfur og brons og enginn er annars bróðir í leik þá eru takmörk fyrir því hversu langt er hægt að ganga.

Það yrði nánast fyndið að ríkisstjórnin springi kortéri fyrir kosningar útaf máli sem fæstir vissu að væri mál þartil fyrir nokkrum dögum.

Þegar fólk væri búið að hlægja nægu sína spyr það þessarar spurningar: Hver ber annars ábyrgð á þessari vitleysu? Sá sem situr uppi með svarta pétur tapar kosningunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Er þetta ekki eitt af málunum sem þessi ríkisstjórn ætlaði að framkvæma skv. stjórnarsáttmála?  Getur þetta fólk ekki staðið við stóru orðin? Satt að segja var ég mjög hugsi yfir ummælum Þorgerðar í fréttum áðan, en skv. henni er  málið er of flókið til að hægt sé að ljúka því.  Hljómar einkennilega svo ekki meira sé sagt.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 5.3.2007 kl. 22:08

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Það sem gerir upphlaupið um setningu þjóðareignar á auðlindum hér við land tortryggilegt er að ekki fylgir með frekari útfærsla.

Áður enn fiskveiðikerfinu verður slátrað er skynsamlegra að sýna fram á hvernig á að framkvæma þjóðnýtingu auðlindanna svo að almannahagsmunir og  framtak með  skynsamlegum rekstri fái notið sín.

Þegar Sjálfstsæðisflokkurinn og Kratar sátu við völd kringum 1995 var trillútgerð nærri þurrkð út af  þeirra mönnum í sjávarútvegsráðuneytinu, sem settu upp sóknardagakerfi þar sem átti að veiða vissa daga áháð veðri.

Ef ekki var hægt að veiða vegna veðurs  féllu veiðidagar  niður. Undirrituð var á sjó um þetta leyti og man vel eftir að oftar en einu sinni var ekki hægt að veiða vikum saman á góðum dögum vegna þess að það átti að veiða ákveðna daga sem auðvitað var ekki hægt.

Má segja að hér hafi verið sett upp aðferð til að útrýma trilluköllum fyrir fullt og allt.

Ekki tæki betra við ef ætti a setja á byggðavóta þar sem trillukallar yrðu að leggja upp í heimabyggð án þess hafa tryggingu fyrir viðunandi fiskverði. Þá væri komið "gamla haftakerfið/vistarbandið,"sem myndi leiða til spillingar og kúgunar þar sem nokkrir kóngar réðu ríkjum fyrir sig og sína.

Núverandi ríkistjórn rétti hlut trillukalla til muna sem varð til þess að nokkrir þeirra lifðu af og fá vonandi að vaxa og dafna í friði fyrir þjóðnýtingu aulindananna.

Trillukallar eru besta auðlindin til að veiða og vernda fiskimiðin við ströndina.

Forsenda þess er að núverandi veiðistjórnunarkerfi fái að þróast að dafna með skynsamlegu aðhaldi.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 6.3.2007 kl. 05:12

3 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Er nú fokið í flest skjól fyrir andstæðigum kvótans, þegar þið veifið

guðspjöllunum, sem þið skiljið ekki fregar en kvótan. Ykkur var nær

að seljan kvótan úr bygðinni hér á fyrstu árum kvótakerfisins.

En sameining kvóta var og er forsendan fyrir því að fiskveiðar eru

arðbærar í dag. Að setja í Stjórnarskrána að auðlyndir séu EIGN

þjóðarinnar er fáránlegt. Á Stjórnarskrá (Grunnlög landsins) byggjast

öll önnur lög landsins og að setja slíka klásúlu í stjórnarskrá er sama

og þjóðnýta allt atvinnulíf, eða er það, sem vinsri gasprarnir á þingi

eru að reyna að fá inn um bakdyrar.

Leifur Þorsteinsson, 6.3.2007 kl. 13:12

4 identicon

Leifur, ein spurning til þín þar sem þú virðist maður sem þekkir greinilega munin á hægri og vinstri.  Hugtakið "vinstri gasprarar" ertu þá að tala um að vinstri gasprarar = allir nema Sjálfstæðisflokkurinn?

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum þá mælist Sjálfstæðisflokkurinn með svona sirka 35% fylgi og þá væru "vinstri gasprararnir" 65% þjóðarinnar?  Er þetta rétt skilið hjá mér?

Ef við skoðum hvernig þetta lítur út fyrir íslensku þjóðina þá væri betra ef þessu væri öfugt farið.  Spurning hvort það henti okkur ekki betur í augnablikinu að tala um "hægri gasprara" ?

Valur (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 13:48

5 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Það er naumast að þér sárnar. Í upphaf var VG nú lesið sem

vinstri garsprarar. En nú er þettað notað sem samnefnari fyrir

talkór stjórnarandstöðunar á þingi sem ekkert hefur áorkað

annað en garsprið og lýðskrums fyrirspurnir til að komast í

fjölmiðla.

P.S. Annars er tók ég fram hér að framan að umrædir væru á

þingi.

Leifur Þorsteinsson, 6.3.2007 kl. 14:11

6 identicon

Engin sárindi á þessum bænum enda var þetta meira svona fyrirspurn.  Hins vegar virðast vera einhver sárindi í þessum málum hjá þér.

Önnur spurning sem vaknar við svarið þitt.  Hvað á stjórnarandstaðan að áorka?

Ég skildi þetta alltaf þannig að flokkar væru í stjórnarandstöðu að því að þeir næðu ekki meirihluta á þingi.  Stjórnarandstaðan getur því ekki þröngvað neinum málum í gegn nema með samþykki stjórnarþingmanna að hluta eða öllu leiti.  Eins getur stjórnarandstaðan ekki stöðvað frumvörp sem brjóta í bága við hag almennings ef vilji er fyrir hendi hjá stjórnarþingmönnum að koma frumvörpunum í gegn.

Endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.

Valur (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 14:37

7 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Það er alt á hvolfi hjá þér Páll. Hver ber ábyrgðina? Var það ekki Sif sem vildi  slíta sambandinu og var  það ekki  Siggi Kári sem vildi  að hún segði af sér? Hvernig getur þetta verið stjórnarandstöðunni að kenna?

Tómas Þóroddsson, 6.3.2007 kl. 14:37

8 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Rökstuddi ágærlega mitt sjónarhorn. Trillukarlar munu lifa af og verða á stærri bátum 10 til 15 tonn.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 6.3.2007 kl. 15:05

9 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Af hverju ætli alþingi njóti ekki meiri virðigu, ég er ansi hrædur

um að orsökin sé hvernig störfum minnihlutans er hagað. 90% af

því sem þeir hafast að er að fá athygli fjölmiðla með tómum

fyrirspurnum og utandagskrár umræðu sem er að mestu lýðskrum.

Og þegar þeim þrýtur rök er byrjað á málþófi og töfum.

Byrgis málið er dæmigert. Ég mynnist þess að stjórnarandstaðan

var yfir sig hneigsluð á því að ekki skyldi vera rokið til og sett fjár-

magn til að leysa vandan vegna Rokkvill og ég var viðstaddur frum-

sýningu á heimildar mynd um vadamál Byrgisins. Hvað skeði svo

þegar þeir (stjórnarsandstaðan) voru myntir á sinn þát í máliu, upp-

hófust hróp og köll á þingi og annar dónaskapur, en ekki eitt orð

um hvernig mætti leysa vandan. Þetta er vandin í hnotskurn.

Leifur Þorsteinsson, 6.3.2007 kl. 19:10

10 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Leifur villt þú sem sagt setja ábyrgðina á öllum mistökum og brotnum loforðum ríkisstjórnarinnar á ábyrgð stjórnarandstöðuna?

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 6.3.2007 kl. 20:40

11 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Matthildur Þetta er sú fáránlegasta fullyrðing sem ég hef séð.

Þú hefur ekki skilið neitt hvað um er að vera, eða hvað þingræði

er, svo þetta er ekki hægt að ræða á þessum nótum.

Málið er það að stjórnarandstaðan hefur ekki axslað neina ábyrgð

og ekki gert annað en að gaspra og lýðskrumast.

Leifur Þorsteinsson, 6.3.2007 kl. 21:07

12 identicon

Leifur minn, blindni þín í garð stjórnarflokkana virðist vera algjör í þessu dæmi sem þú tekur.  Vissulega þurfti að setja meiri peninga í þennan málaflokk og það var það sem stjórnarandstaðan fór fram á, réttilega!

Hins vegar er það í höndum stjórnarflokkana að ákveða hvernig peningunum skuli vera varið og hvers konar eftirlit er haft með fjármálum og faglegri umönnun í málaflokknum.  Ábyrgðin er því fyrst og fremst á stjórnarflokkunum.  Þú hlýtur að sjá það vinur.

Valur (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 09:06

13 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Er í ykkar huga ekki allt stjórninni að kenna.Svo var það á

þeim tíma þegar allt var sett í gang til að úthrópa mannvonsku

stjórnvalda að vilja ekki setja pening í slíkat hjálpræði sem fram

fór á meðferðarheimilinu. En ykkur er ekki sama að það sé minnst

á það. Enn eitt lýðskrumið.

Leifur Þorsteinsson, 7.3.2007 kl. 11:27

14 identicon

Þú ert enn og aftur að misskilja þetta Leifur minn.  Það er engin að gagnrýna þá ákvörðun að setja aukna peninga í málaflokkinn.  Hins vegar er ráðstöfun fjármuna og eftirlit með starfseminni mjög ámælisverð.

Ef hér myndi ríkja alvöru lýðræði þá yrðu allir sem að málinu komu að segja af sér.  Þannig væri þetta í alvöru lýðræðisríki.  Hér þarf engin að taka ábyrgð.  Þeir sem stjórna og ráða þessum málum ganga svo langt að kenna þeim sem stjórna ekki og hafa því ekkert um þetta að segja um.  Svo eru svona auðtrúa einstaklingar eins og þú Leifur minn sem lepja þessa vitleysu upp.

Maður er að verða langþreyttur á að hlusta á afsakanirnar hjá Geir Harða.  Sérstaklega þegar hann fer að kenna vinstri-stjórninni um sem var hér við völd í einhver fjögur ár í kringum 1989.  Ótrúleg afneitun!  Það versta við þetta allt er að fólk hlustar á þetta og trúir þessari vitleysu.

Valur (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 09:25

15 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Ég skil ofur vel hvað þú ert að fara. En það er ekki á verksviði persóna

í ríkisstjórn að hafa eftilit með framkvæmd Það er á verksviði embættis-manna. En að reyna til þrautar að nýta ógæfu óviðkomandi sem pólitískan

áróður er ykkar mál.

Leifur Þorsteinsson, 8.3.2007 kl. 09:45

16 identicon

Ef yfirmaður fyrirtækis mótar ákveðna stefnu sem er holótt og til þess höfð að illa geti farið þá ber sá og hinn sami ábyrgð í málinu.  Undirmenn hans sem nýttu sér globurnar og eftirlitsleysið bera líka ábyrgð en ábyrgðin liggur alla leið upp á við.  Æðstu menn geta ekki skotið sér undan ábyrgð.  Það eina sem þegninn getur gert er að kjósa ekki viðkomandi flokka.  Hins vegar virðist um helmingur þjóðarinnar misskilja ferlið eða vanmeta rétt sinn.

Valur (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 15:49

17 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Ert þú einn af þeim sem álíta ca 75% þjóðarinnar óalandi

og óferjandi vegna skoðana sinna.

Svo nenni ég ekki að eltast við þess hátar óskráða á þriðja

aðila síðu.

Leifur Þorsteinsson, 8.3.2007 kl. 17:00

18 identicon

Ég vil ekki þreyta þig um og of Leifur minn enda ertu búin að fá nóg af sannleikanum í bili.  Ég er einn af þeim sem finnst skrítið hvað öfgaflokkar öðlast mikla velgengni hér á landi.  Þegar ég tala um öfgaflokka er ég að tala um flokka sem byggja t.d. stefnu sína á mikilli forræðishyggju og afturhaldssemi.  Eins flokka sem aðhyllast ólýðræðisleg vinnubrögð.  Slíkir flokkar eru yfirleitt að mælast svona sirka 5-10% í flestum evrópuríkjum.  En hér eru þetta 25-40% á flokk.  Endilega ekki vera að svara þessu Leifur minn ef þú ert mjög þreyttur.

Valur (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband