Ekki-flokkurinn og lömuð stjórnmál

Stjórnmál á Íslandi eru lömuð. Skýrasta opinberun lömunarinnar er að ekki-flokkurinn Björt framtíð mælist næst stærstur íslenskra stjórnmálaflokka í könnun. Björt framtíð er skipuð þingmönnum sem vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga og með formann sem skiptir um skoðun eftir hentugleikum.

Björt framtíð er ekki-flokkur með enga sögu, enga stefnu og enga framtíð. Og einmitt þess vegna segist fólk í skoðanakönnun styðja ekki-flokkinn.

 Björt framtíð fær ekki fylgi vegna eigin verðleika heldur andverðleika hinna flokkanna. 

 


mbl.is 34,5% styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Páll - Guðmundur formaður skiptir um skoðun eftir því hvernig vindar blása og má segja að eplið falli ekki langt frá eikinni ! Steingrímur faðir hans gat sagt eitt í austurenda stofu en þveröfugt um sama málefnið 5 mínútum síðar í vesturenda sömu stofunnar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.5.2014 kl. 12:48

2 Smámynd: Elle_

Oftast er ég sammála Prédikara.  Hinsvegar skiptir engu hvað pabbi manns gerði og var.  Og ætti ekki að minnast á hann í þessu sambandi.  Pabbi hans og ættmenni eru engan veginn ábyrg fyrir þessum galtóma stjórmálamanni.

Elle_, 13.5.2014 kl. 19:17

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Elle.

Ég er einungis að benda á að like father like son. Ekki að annar beri ábyrgð á hinum. Bendi einfaldlega á að þessi sannindi sannast á þessum feðgum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.5.2014 kl. 20:23

4 Smámynd: Elle_

Það er viss vanþróun í þessu landi, of algengt að blanda feðrum, fjölskyldum, systkinum, inn í mál, opinberlega, í vinnuumsóknum.  Það ætti að vera ólöglegt í vinnuumsóknum.

Elle_, 13.5.2014 kl. 21:00

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já ég er sammála þér í þvi með vinnustaðaumsóknir. Hér horfir þetta öðruvísi við. Þarna er ég bara eftirá að bera saman fegðana hversu mikið líkir þeir eru í ómerkilegheitum eftir því hvernig vindar blása.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.5.2014 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband