Miðvikudagur, 7. maí 2014
Evrópa og einræði embættismanna
Evrópusambandið byggir á þeirri hugmynd að lokaður klúbbur manna ákveði stærri og smærri atriði í lífi borganna. Embættismennirnir telja sig vita hvað almenningi sé fyrir bestu. Eftir því sem lýðræðislegt aðhald embættismanna Evrópusambandsins minnkar því spilltari verða þeir.
Á þessa leið er greining Egon Flaig á Evrópusambandið í bókinni ,,Gegen den Strom". Flaig er sagnfræðingur, með fornöld sem sérsvið. Hann mætir embættismanna ESB sem almennur borgari og hrýs hugur við tilhugsuninni að félagsskapur manna sem þurfa ekki að standa ábyrgð gerða sinna gagnvart almenningi skuli ráða ferðinni á meginlandi Evrópu.
Blaðamaðurinn Henryk M. Broder tekur bók Flaig til umfjöllunar og segir hana bregða ljósi á þróun sem fjölmiðlar almennt og yfirleitt leiða framhjá sér. Ef ekki verður gripið í taumana og fullveldi þjóða endurreist munu niðurlag bókarinnar verða að áhrínisorðum:
Es hilft uns nichts, Weltbürger zu werden, wenn in dieser Welt die Rechte und der Raum des Bürgers verloren gehen. (Það stoðar lítt að verða heimsborgari, ef réttindi og lífsrými tapast)
Athugasemdir
Hverju svara Esb-sinnar þessum niðurlagsorðum Flaig:” Það stoðar lítt að verða himsborgari,ef réttindi og lífsrými tapast”.
Helga Kristjánsdóttir, 7.5.2014 kl. 13:06
Leiðr; Heimsborgari.
Helga Kristjánsdóttir, 7.5.2014 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.