Þriðjudagur, 6. maí 2014
Fréttamenn RÚV og fagleg uppgjöf
Þegar fréttamaður stefnir vegna gagnrýni á frétt er það yfirlýsing um faglegt þrot. Fréttir eru frásagnir af tíðindum dagsins. Eðli frétta er að þær segja sjaldnast allan sannleikann og í þeim skilningi er stök frétt aðeins framlag til umræðunnar.
Frétt sem þolir ekki umræðu heldur er farið með í réttarsal til að fá þar vörn dómstóla stendur einfaldlega ekki undir nafni. Slík frétt er eins og nátttröll í dagsbirtu.
Hádegisfrétt RÚV, sem gangrýnd var í þessu bloggi 16. júlí sl., var hlutdræg og dró upp einhliða mynd af ESB-ferlinu. Með því að breyta lykilatriði í fréttinni, þýðingunni á ,,accession process", í sjónvarpsfréttum þá um kvöldið viðurkenndi RÚV að hádegisfréttinni hefði verið ábótavant.
Í stað þess að senda bloggara vinsamlega kveðju með þökkum fyrir uppbyggilega gagnrýni ákvað RÚV-liðið að stefna. Það var hvorki faglegt né viturlegt.
Páll sýknaður í meiðyrðamáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég óska þér til hamingju Páll með tvöfaldan sigur. Fyrst fyrir að hrinda þessari atlögu DDR-RÚV að málfrelsinu og ekki síður fyrir að sjá sjálfur um vörnina. Tek hatt minn (!) ofan fyrir þér.
Ragnhildur Kolka, 6.5.2014 kl. 22:22
Tek undir hamingjuóskirnar með Ragnhildi hér ofan og þakka þér Páll fyrir iðulega skilmerkileg skrif og óbilgjarna staðfestu.
Gústaf Adolf Skúlason, 7.5.2014 kl. 04:01
Hjartanlega til hamingju með þetta kæri Páll !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.5.2014 kl. 04:47
Hreinasta afbragð og enginn var betur til fallinn en þú,að sjá um vörnina. -Hjartanlegar hamingju óskir til þín
Helga Kristjánsdóttir, 7.5.2014 kl. 12:25
Tek undir hamingjuóskir, hrós og hvatningu hér að ofan!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.5.2014 kl. 19:16
Þetta endurvekur manni trú að það sé einhverskonar réttarfar í landinu þrátt fyrir allt.
Halldór Jónsson, 7.5.2014 kl. 23:06
Til hamingju med sigurinn og takk fyrir ad standa vaktina gegn ESB arodrinum
Magnús Ágústsson, 8.5.2014 kl. 06:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.