Skjöl fölsuð til að koma höggi á Hönnu Birnu

Einhver falsar skjöl um hælisleitanda, þar sem farið er meiðandi ummælum um viðkomandi, fölsunin sögð ráðuneytisskjal. Þetta er gagngert til láta líta svo út að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sé ábyrg fyrir útbreiðslu meiðandi ummæla um hælisleitandann.

Þeir sem þykjast vinir hælisleitandans, bæði þeir sem eru innan Samfylkingar og utan, verða að gera grein fyrir tilvist fölsunarinnar.


mbl.is Tvö skjöl um Tony Omos í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !

Páll !

ÖLLU - öllu er trúandi á þetta lið / sem alist hefir upp á frjálshyggjuhnjám Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.

Og - Hönnu Birnu Kristjánsdóttur meðtalda: ekki síður.

Þannig að - burt séð frá því / hvort viðkomandi er viðloðandi flokk hennar eða þá sem bera lista bókstafina : A - B - S eða V Páll minn / að þá er ALLRI MÖGULEGRI sviksemi trúandi upp á þetta lið allt saman - síðuhafi góður.

Íslenzkir stjórnmálamenn - eru FYRIR LÖNGU búnir að sanna ónýti sitt til verka / í almanna þágu - en nógu duglegt er þetta lið - að skara Eldana að sínum prívat kökum.

H.B. Kristjánsdóttir - er EKKERT frábrugðin illyrma hjúunum Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni í vinnu brögðum sínum - en aðrir félaga hennar.

Enda - eru land og mið og fólk og fénaður í rústum einum / eftir þann óskunda sem það hefir valdið - til áratuga og líklega alda / síðuhafi knái !

Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.5.2014 kl. 20:25

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Verndarar kjötsalanna svífast einskis. Fá síðan bláeyga blaðamenn og gráðuga lögfræðinga til að skipuleggja mannorðsmorð á vandaðri konu sem gegnir embættinu núna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.5.2014 kl. 20:52

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Innanríkisráðherra er sem sagt búin að viðurkenna að skjalinu hafi verið lekið úr ráðuneytinu. Til einhvers sem breytti því eða bætti við það og sendi svo afrit á fjölmiðla. En skjalinu var sem sagt lekið úr innanríkisráðuneytinu, segir ráðherrann.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2014 kl. 21:57

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ormar sem vilja bíta Hönnu Birnu ættu að gæta að sinni eigin sannfæringu og líta til eigin afglapa.

Einn þeirra orma er þvaðurmeistarinn og heigullinn sem bað sér vægðar er ég néri honum uppúr átrúaði á þeim vesæla óþokka sem drap foreldra barna sér til skemmtunar á Spáni.     

Hrólfur Þ Hraundal, 6.5.2014 kl. 23:50

5 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þið gerið ykkur væntanlega grein fyrir því, strákar, að það sem þið skrifið hérna birtist opinberlega?

Brynjólfur Þorvarðsson, 7.5.2014 kl. 04:53

6 identicon

Sælir - að nýju !

Brynjólfur !

Þakka þér fyrir - vel meinta og drengilega ábendingu þína en.... ég stend við hvert orða minna / og líkast til gildir það hið sama - um aðra skrifara hér á síðu Páls - og þátttakendur í umræðu þessarri.

Með beztu kveðjum - sem öðrum og fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.5.2014 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband