Þriðjudagur, 6. maí 2014
Framtíðarsýn 365: dautt sjónvarp án pappírs
Framtíð fjölmiðlunar er pappírslaus fjarskipti í símum og tölvum. 365 miðlar eru fyrst og fremst sjónvarp upp á gamla móðinn og pappírsútgáfa Fréttablaðsins sem enginn vill kaupa en auglýsendur halda uppi.
Nýr aðstoðarforstjóri 365, sem á að móta stefnuna til framtíðar, kemur úr heimi fjarskipta. Tekjumódel 365-miðla er illa samhæft fjarskiptafjölmiðlun 21stu aldar. Fólk kaupir ekki lengur áskrift að sjónvarpsstöð 20stu aldar með læstri dagskrá heldur að fjölmiðlaveitum. Auglýsendur kaupa stöðugt færri dálksentímetra í blöðum en flytja sig á netmiðla.
Framtíð útgáfufélags án fjarskiptafjölmiðlunar er harla dökk.
Sævar ráðinn aðstoðarforstjóri 365 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.