Mánudagur, 5. maí 2014
Napoleón og Evrópa nútímans
Napoleón er maðurinn sem klauf Miðalda-Evrópu frá Þjóðríkja-Evrópu. Franska byltingin 1789 var uppgjör við samfélagsskipan miðalda með lögstéttum og einveldi. Án Napoleóns gæti gagnbylting aðals og konungssinna hafa undið ofan af byltingunni.
Napoleón rændi völdum og tryggði framgang byltingarinnar. Hann fléttaði hugmyndafræði upplýsingarinnar inn í franska útþenslustefnu sem reis hvað hæst í ofmetnaði með innrásinni í Rússland og lauk með tárum í Waterloo.
Franskir yfirburðir urðu Þjóðverjum hvatning. Ungur Prússi, Carl von Clausewitz, skrifaði handbók um stríð, byggða á hervirkjum Napoleóns. Lífsseigasta setning bókarinnar: ,,stríð er pólitík með öðrum úrræðum". Á þeim grunni stofnuðu Þjóðverjar til ríkisheildar hálfri öld eftir dauða lágvaxna Korsíkumannsins.
Og rétt eins og stríð má nota til að setja saman ríki er hægt að búta þjóðríki í sundur með sömu úrræðum. Lágvaxinn Rússi er einmitt að því í Úkraínu um þessar mundir.
Napoleon aftur til Elbu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.