Þriðjudagur, 29. apríl 2014
ASÍ vill evru og 15 til 30% atvinnuleysi
Meðalatvinnuleysi í evru-löndunum 18 er 12 prósent. Í sumum ríkjum, t.d. Spáni er það 26%. Evran er ástæðan fyrir atvinnuleysi í jaðarríkjum Evrópusambandsins. Ef Ísland tæki upp evru þá væri búið að innleiða varanlegt atvinnuleysi hér á landi. Íslandi yrði jaðarríki í ESB og gæti ekki búist við lágu ,,þýsku" atvinnuleysi.
Alþýðusamband Íslands hefur aldrei þorað að bera undir félagsmenn sína hvort þeir vilji að Ísland gangi í Evrópusambandið. Umboðsleysi skrifstofuliðsins í ASÍ er algert þegar það krefst evru og ESB-aðildar.
Evran veldur eymd og volæði meðal launþega á meginlandi Evrópu og óskiljanlegt að launþegasamtök skuli biðja um sambærilegt ástand hér á landi.
Tilraun til langtímasamnings í uppnámi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kallinn á kassanum,hvar stendur; ,Atvinna og velferð í öndvegi, Ætlar að breyta áherslum,í kjaraviðræðum. Svo ákveður hann sjálfur að réttmæti í launamálum fáist með inngöngu í Esb,og upptöku Evru, eða spurði hann þá mörgþúsund félagsmenn ASÍ,? Slagorðin á ræðupúltinu eru réttmæt, en forsetinn er að berjast fyrir aðra en launamenn,er hann hvetur til Esb/Evru. Verða áherslubreytingarnar einnig málaðar á stólinn, atvinnuleysi er ekki eymd og volæði,? Takmark mörgþúsund þögulla Íslendinga er að hrinda Esb,sinnum af höndum sér.
Helga Kristjánsdóttir, 29.4.2014 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.