Mánudagur, 28. apríl 2014
Stjórnmálamenn í samsæri gegn almenningi
Ekkert framboðanna til borgarstjórar Reykjavíkur talar máli afgerandi meirihluta kjósenda sem vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Samanlögð stjórnmálastéttin í borginni er í samsæri gegn ótvíræðum og margyfirlýstum vilja kjósenda.
Jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn, sem ætti að vita hvað klukkan slær, getur ekki boðið annað en hálfvelgju um að kjósa einhvern tíma í framtíðinni um flugvöllinn. Þar með segir Sjálfstæðisflokkurinn að kosningarnar eftir mánuð skipti ekki máli. Og hvers vegna ætti fólk að styðja framboð í ómarktækum kosningum? Önnur framboð ætla sér kaldrifjað og yfirvegað að hundsa vilja kjósenda.
Það eru kosningar 31. maí í höfuðborg Íslands en kjósendur fá ekki valkost í stærsta skipulagsmáli seinni tíma sögu Reykjavíkur. Stjórnmál í höfuðborginni eru tragikómískur brandari.
71,2% Reykvíkinga vilja völlinn áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Guðrún Bryndís Karlsdóttir hefur heildarmyndina á hreinu, bæði flugvöllinn og Háskóla sjúkrahúsið meistarastykki Alfreðs Þorsteinssonar.
Segir umræðu um Landspítalann villandi:
Sturla Snorrason, 28.4.2014 kl. 07:21
Þarna bendir þú Páll á að meirihluti í skoðunarkönnun vilji flugvöllinn áfram þar sem hann er og talar um samsæri. Það er líka mikill meirihluti fyrir því að klára aðeildarviðræður við ESB. Er það þá eitthvað verri meirihluti og er það þá ekki samsæri líka að sá meirihluti fái ekki að kjósa um málið.
Baldinn, 28.4.2014 kl. 10:59
Það er allt annað mál Baldinn, þar er meirihlutinn ósammála því - þá er það vilji stjórnmálamannsins sem gildir, ekki einhverra rugludalla sem kunna ekki að svara rétt í skoðanakönnunum.
Bjarni Jons, 28.4.2014 kl. 13:02
ósammála því sem Páli finnst... átti að standa þarna
Bjarni Jons, 28.4.2014 kl. 13:03
Þetta sýnir vel, kristaltært, hve varasamt það er að veifa ,,þjóðarvilja" í pólitískri umræðu.
Þeir sem gera það af slíku offorsi og heift í pólitískri umræðu leiða í raun í ljós að þeir hafa veikan grunn að standa á og raunverulegur tilgangur þeirra í pólitík er allt annar en málefnið sem þeir tala um og hengja hinn eða þennan fána á.
Menn verða alltaf að taka efnislega afstöðu í málinu, skoða forsendur o.s.frv. - og taka síðan málefnalega afstöðu byggða á rökum og gögnum.
Því sumir þeir, sem hafa frelsi og föðurlandsást á vörunum, eru fjarri því að vera sannir föðurlandsvinir, en slíkum mönnum getur opt tekizt að leiða fáfróðan almenning í villu, og afla sjálfum sjer um stund lofs og frægðar.
Almenningsálitinu getur skeikað, eigi síður en hverjum einstökum manni, og sagan sýnir, að hinar verstu villur og hleypidómar hafa á ýmsum öldum stuðst við þennan öfluga máttarstólpa.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.4.2014 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.