Föstudagur, 25. apríl 2014
Benedikt hótar að ræna Halldóri frá XD
Oddviti framboðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er ESB-sinninn Halldór Halldórsson, sem starfar með Benedikt Jóhannessyni, Sveini Andra og Þorsteini Páls í samtökum þeirra sem vilja Ísland inn í Evrópusambandið.
Benedikt, sem segist undirbúa stofnun nýs hægriflokks, kemur fram í viðtali í Fréttatímanum og gerir því skóna að nýi flokkurinn muni jafnvel bjóða fram í Reykjavík í kosningunum eftir rúman mánuð.
Í viðtalinu er látið að því liggja að þrautreyndir sjálfstæðismenn standi í pólitíska bröltinu með Benedikt. Það þarf ekki neinn Einstein til að sjá hvaða flugufót Benedikt er að búa til að auka þyngdina á bakvið hótunina um að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn.
Benedikt veðjar á að forysta Sjálfstæðisflokksins glúpni við hótanir.
Athugasemdir
Páll þú þarft að komast til botns í þessu og senda skýr skilaboð til kjósenda!
Ef Halldór stendur ekki með meirihluta landsmanna á móti ESB og styður sömuleiðis ekki 100% allar 3 núverandi flugbrautir Vatnsmýrarflugvallar er best að hann komi hreint til dyranna eins og hann er klæddur sem fyrst, svo kjósendur geti dæmt.
Ef hann stendur ekki 100% með óbreyttum eða auknum og bættum 3ja brauta Reykjavíkurflugvelli, og ekki að tala um ef hann styður ömurlega esb próventuvælið um að segja Ísland til sveitar að gömlum sið með von um að fá að hírast í horninu, getum við sagt upp á ensku bye bye and good riddance.
Kolbeinn Pálsson, 25.4.2014 kl. 21:43
Það vantar hér nýtt framboð, með þessi stefnumál m.a.:
Jón Valur Jensson, 25.4.2014 kl. 21:50
engar hótanir páll - bara eðlilegt að þessir menn fari í nýja sjálfstæðisflokkinn. sennilega löngu ákveðið
Rafn Guðmundsson, 25.4.2014 kl. 22:08
Er það nú innræti í þessum gaurum,hvað eru þeir ekki tilbúnir í að gera fyrir græðgis egóin sín. Eitthvað voru þeir að gaspra um smá kapital sem þá vantar til að vinna að ósómanum,líklega búnir að farga Keflavíkurklinkinu.
Helga Kristjánsdóttir, 25.4.2014 kl. 23:48
Sparisjóðs keflavíkur klinkinu.
Helga Kristjánsdóttir, 25.4.2014 kl. 23:50
það væri blessun fyrir Sjálfstæðisflokkinn að losna alfarið við Halldór Halldórsson.
Vilhjálmur Stefánsson, 26.4.2014 kl. 10:17
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er augljóslega bæði klofinn og handónýtur.
Ég tek undir með Jóni Val, hér að ofan og hvet hann því til að skora á séra Halldór í Holti og hugsjónafólkið hjá Flokki heimilana að gefa kost á sér í komandi kosningum - fyrir allar þær þúsundir Reykvíkinga sem geta ómögulega kosið neitt það framboð sem í boði er nú.
Jónatan Karlsson, 26.4.2014 kl. 11:15
Hér á miðstöð greinilega hinn nafntogaði Erkikjánaklúbbur!
Magnús Geir Guðmundsson, 26.4.2014 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.