Fimmtudagur, 17. apríl 2014
Rauði-Danni, þjóðríkið og kósí kjaftaelítan
Þjóðríkið til á nýöld þegar róttæku stéttir þess tíma, menntamenn og borgarar, sigruðu yfirþjóðlega elítu, sem var aðall og konungsvald. Ef Rauði-Danni, Daníel Cohn-Bendit, hefði verið uppi á dögum frönsku byltingarinnar hefði hann tæplega verið maður konungsvaldsins þar sem lýðræði var ekkert en einveldið allt.
Rauði-Danni er orðinn talsmaður yfirþjóðlegu elítunnar í Brussel sökum þess að hún skaffar honum gott lífsviðurværi, rausnarleg eftirlaun og vettvang, Evrópuþingið, til að mala út í eitt þótt enginn nenni að hlusta.
Rauði-Danni, sem héti Samfylkingar-Danni, væri hann íslenskur, er afkomandi flóttamanna og komst í feitt í velferðarþjóðfélagi eftirstríðsáranna þar sem skattpeningar þjóðríkisins voru nýttir til að mennta almenning og veita heilbrigðisþjónustu.
Í velmegun síðustu áratuga óx fram kósí kjaftastétt sem gekk að velferðinni vísri og gleymdi að hún byggðist samstöðu innan þjóðríkisins. Kósí kjaftastéttin vill yfirfæra velferðaríkið yfir á Evrópusambandið en fattar ekki að samstaða þjóðríkisins flyst ekki með. Þjóðverjar og þjóðríki Norður-Evrópu láta sér ekki til hugar koma að halda uppi jaðarríkjum Suður-Evrópu. Enda sýndi falskur vöxtur Suður-Evrópu síðasta áratug að saðningin gerir ekkert annað en að auka kröfurnar um meira.
Þjóðríkið er hornsteinn. Ofvaxið sambandsríki eins og Evrópusambandið er tilraun sem mistekst sökum þess að þjóðir eru náttúrulegar skipulagsheildir. Kósí kjaftastéttirnar geta malað út í eitt - en þær breyta ekki staðreyndum.
Hættur eftir 20 ár á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel að orði komist
Kærar þakkir fyrir þetta Páll
og keep, vinsamlegast, up the good work
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 17.4.2014 kl. 11:53
Vel mælt að vanda Páll ! ...
rhansen, 17.4.2014 kl. 12:07
Hann er allaveg merkilegri maður en heimsýn og andsinnar samanlagt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.4.2014 kl. 14:49
Ég bjó í París 1968 frá janúar byrjun til júníloka. Ég fékk að fylgjast með "stúdenta" byltingunni frá upphafi til enda. Ég er hægra megin í hugsun, hef alltaf unnð fyrir mér og umtalið um Rauða Danna var eins og um Steingrím J. Sigfússon árin frá 2008 til 2013. Ég þarf ekki að hafa fleiri orð um það.
Sigurbjörn Friðriksson, 18.4.2014 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.