Frekjufyrirtæki hóta almannavilja

Fyrirtæki sem hóta að flytja starfsemi sína úr landi vegna niðurstöðu lýðræðislegra kosninga eru þjökuð af sama hugarfari og útrásarfyrirtækin sem töldu sig hafin yfir lög og reglur.

Íslendingar kusu um afstöðuna til Evrópusambandsins í síðustu þingkosningum. Tveir flokkar, sem báðir eru andvígir aðild Íslands að ESB, fengu meirihluta. Eini flokkurinn sem vill aðild Íslands að ESB fékk 12,9% fylgi.

Eigendur og forstjórar sem ekki vilja una niðurstöðum þingkosninga og hóta almannavilja eru komnir langt fram úr sjálfum sér.


mbl.is Ástandið á Íslandi ýtir Creditinfo út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara leyfa þessu Creditinfo að fara og svifta það starfsleyfi hér á landi.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.4.2014 kl. 18:42

2 Smámynd: Guðmundur Ingólfsson

En báðir þessir flokkar lofuðu þjóðinni því að hún fengi að ákveða framhyaldið en nú er það allt svikið. sem þýðir að XB og XD komust að á lyginni

Guðmundur Ingólfsson, 16.4.2014 kl. 19:16

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það er ekki rétt Guðmundur, Flokkarnir lofuðu því að hætta þessu ESB brölti, þeir lofuðu líka því að það yrði ekki haldið áfram nema að undangenginni kosningu (þar var aldrei loforð um að halda sagða kosningu).

Siðan voru það nokkrir flokksmenn sem létu það út úr sér að það yrði haldin kosning í einhverju viðtali sem tókst að grafa upp (2 af 3 sem þetta sögðu úr sjálfstæðisflokknum eru þekktir ESB sinnar og sá seinasti reynir of mikið að þóknast öllum og kemur sér í vandræði með slíku tali).

Þetta er alveg merkileg árátta ESB sinna að mikla þetta svona mikið upp að gera þetta að aðalkosningaloforði þessara flokka vitandi það vel að landsfundur beggja flokka lofaði því að þessari tímaeyðslu sem ESB umsóknin er, yrði hætt og ekki haldið áfram nema að það yrði kosið um það (og taktu eftir, það var aldrei talað um að sú kosning yrði haldin, það getur hver sem er á þingi lagt til tillögu um að kjósa). 

Halldór Björgvin Jóhannsson, 16.4.2014 kl. 20:01

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jafnvel þótt við segðum okkur úr EES og úr samvinnu við Norðurlöndin til að hefta för fyrirtækja úr landi getum við það ekki. Ekki frekar en að við getum heft för Íslendinga til útlanda til að fá sér vinnu þar. Við getum ekki einu sinni reist neinn Berlínarmúr við Leifsstöð til að halda fólki og fyrirtækjum í landinu.

Ómar Ragnarsson, 16.4.2014 kl. 20:17

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þið munið eflaust eftir "Íslandsálaginu" sem bankarnir og greiningardeildir þeirra fundu upp til að þurrka eigin vanhæfni yfir á. En sem svo reyndist aðeins vera "bankaálagið" sem Ísland þurfti að gjalda fyrir. Bankarnir liðu ekki fyrir að vera á Íslandi. Það var Ísland sem leið fyrir að hafa illa rekna banka í landinu.

Það eru góðar samgöngur til og frá landinu, þannig að þau fyrirtæki sem ætla að flytja þurfa ekki að bíða eftir neinu. Bless. 

En hvers virði halda menn að fyrirtæki þeirra séu þegar síðasti starfsmaður þeirra er farinn til síns heima og ljósin hafa verið slökkt. Þá standa yfirlýsingar svona stjórnenda einar eftir; engum til gagns, en öllum til ógagns.

Harakiri stjórnenda þannig fyrirtækja ganga harðast yfir þau sjálf. Og þess vegna kaupi ég ekki hlut í þesskonar fyrirbærum, no way.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 16.4.2014 kl. 20:38

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þú átt líklega heiðurinn af að hafa ýtt þessum pírata líka út úr anti-ESB skápnum.

"Eftir síðastliðnar kosningar hafa öfgarnar í kringum ESB umræðuna orðið svakalegar og það kom á einhverjum tímapunkti að ég hreinlega tengdi ekki lengur við það sem andstæðingar ESB voru að segja."

Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.4.2014 kl. 20:43

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er Creditinfo ekki að fara þar sem það er með viðskipti í 14 löndum og getur ekki starfað með höfuðstöðvar hér nema með undanþágum á gjaldeyrishöftum.  Þeir koma til með að starfa hér áfram en höfuðstöðvarnar verða erlendis. Og það er barnalegt hjá mönnum að halda að þetta sé vegna frekju! Actavis er komið með höfuðstöðvar erlendis, Össur er hugsanlega á leiinni. Öll álverin eru með móðurfyrirtæki erlendis. Marel hefur hugað að því að flytja sig erlendis. Flest öll fyrirtæki sem eiga í útflutingi eða sölu til erlendar fyrirtækja gera orðið upp í erlendum myntum. En Páll berst á hæla og hnakka fyrir því að Íslensk heimili haldi áfram í krónunni og við verðum smátt og smátt aftur með fátækari þjóðum Evrópu.  Sér í lagi ef allur hagnaður bæði innlendra og erlendra fyrirtækja hjá fer úr landi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.4.2014 kl. 20:57

8 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Guðmundur Ingólfsson.  Kaust þú Sjalfstæðisflokk eða Framsókn?  Ef ekki, þá koma þér misskilin kosningaloforð þessara flokka þér ekkert við

Kristján Þorgeir Magnússon, 16.4.2014 kl. 21:28

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Creditinfo má fara.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.4.2014 kl. 21:29

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú jú, framsjallar og elítan lofaði kosningu um ESB. Marglofuðu. En svíkja það náttúrulega eins og öll kosningaloforð sín.

Að öðru leiti, þá þora framsjallar augljóslega ekki að slíta, rífa og tæta aildarumsókn að Sambandinu. Þora því ekki. Vegna ess að þeir eru í eðli síni lítilmenni en hafa í kringum sig vikapilta sem eru sígjammandi og gólandi fyrir húsbændurna.

Þetta lítilmennskueðli framsjalla og elítunnar þýðir svo það, að þeor eru með allt á hælunum í Sambandsmálinu sem og öllum öðrum málum. Sem vinlegt er. Enda verkstjórnin engin í ríkisstjórninni og verkstjórinn mestanpart í fríi og skemtisiglingum að hætti elítunnar.

Á meðan skal almenningur fá að borga og finna fyrir því enda virðast framsjallar og þjóðrembungar bókstaflega hata almenning í landinu og fyrirlíta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.4.2014 kl. 21:43

11 identicon

Ómar Bjarki, þú átt samúð mína alla fyrir það að flokkurinn sem þú kaust skyldi hafa svikið þig svona líka.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.4.2014 kl. 22:05

12 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Ómar Bjarki.  Flokkurinn sem þú kaust tapaði kosningunum.  Þér koma kosningaloforð þeirra flokka sem unnu og þú kaust EKKI, einfaldlega ekkert við.  Hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsókn skulda þér nokkurn skapaðan hlut.  Þú kaust minnihluta, sem þjóðin hafnaði.   Sættu þig bara við að vera í minnihluta og hættu þessu ámátlega gjammi

Kristján Þorgeir Magnússon, 16.4.2014 kl. 23:26

13 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Creditinfo vill semsagt út.  Farið hefur fé betra.  Bon Voyage!

Kristján Þorgeir Magnússon, 16.4.2014 kl. 23:48

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eruði framsjallar að segja að ríkisstjórn framsjalla sé aðeins fyrir framsjallaelítuna og sígóandi og gjammandi ormarakka þeirra?

Er framsjallaelítustjórnin þá aðeins fyrir 1/3 hluta þjóðarinnar? Fylgi ykkjar er framsjalla og þjóðrembingsprumpara er sirka 1/3 eftir að hafa fallið eins og steinn eftir að þið flettuð af ykkur lygagrímunni og alþjóð mátti líta hvað undir var. Græðgi og fyrirlitning ef ekki bíkstaflega hatur á almenningi.

Fariði nú á námskeið framsjallar og lærið að skammast ykkar. Snáfið svo inní sjallaskotin ykkar og hafið vit á að þegja!

Ef mikið framhald verður á gjammi og sjallaspangóli ykkar fer að styttast í að þjóðin skreppi niður á völl og hendi ykkur útum gluggan. Það er fljótgert.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.4.2014 kl. 00:37

15 identicon

Ósköp leggst lítið fyrir kappann Ómar Bjarka, þegar rök hans þrjóta er skítkast hans eina vörn.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.4.2014 kl. 08:31

16 Smámynd: rhansen

Farvel Creditinfo .!

rhansen, 17.4.2014 kl. 12:15

17 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Í ljósi alvarlegar og hnignandi heilsu Ómars Bjarka og Magnúsar Helga er áríðandi að hraða rannsóknum á krataeðlinu eins og hægt er svo hægt verði að búa til bóluefni við þessum illvíga vágesti.

Það verður líka að finna upp aðferð til að líkna Ómari Bjarka og Magnúsi Helga og öðrum þeim sem eru langt gengnir með krataeðlissjúkdóminn. Mér dettur í hug hvort ekki sér rétt að endurvekja þá útdauðu heilsubótarstétt, mykjulækna, því mér segir svo hugur, að mynkjulækningar sé einmitt besta ráðið við skelfilegum krankleik Ómars Bjarka og Magnúsar Helga.

Jóhannes Ragnarsson, 17.4.2014 kl. 13:10

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þýðir ekkert fyrir ykkur sjalla að væla. Framkoma ykkar gagnvart almenningi er þeim hætti að skylda alþýðunnar er að verja hendur sínar fyrir ofstopa ykkar framsjalla og þjóðrembinga. Það á að taka hart á framferði ykkar og kjánamálflutningi. Það er skilda.

Og það er það eina sem sjallar skilja. Að tekið sé hart á móti þeim. Þá lyppast þeir niður ýlfrandi og skreiðast inní sjallaskotin sín.

Sannaðist best í Sorpmálinu á dögunum. Sorhirðumenn tóku á móti og stöppuðu niður fæti. Létu ekki bjóða sér svona framkomu.

Algjörlega rétt viðbrögð sem sennilega er mest að þakka skörulegum vaktsjóra sem virtist stéttameðvitaður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.4.2014 kl. 13:14

19 identicon

Alltaf ert þú jafngóður Jóannes Ragnarsson, það þarf lýklega mykjulækni til að fást við mykjudreifarana sem þú ert að fjalla um.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.4.2014 kl. 15:58

20 Smámynd: Bjarni Jons

Bara losna við þetta lið sem er ekki til í að starfa innan hafta.. Er sjálfsþurftarbúskapur ekki iðnaður nýrrar aldar?

Bjarni Jons, 17.4.2014 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband