Benedikt eyðileggur framboð Halldórs í Reykjavík

Halldór Halldórsson er ESB-sinni og leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Bröltið í Benedikti Jóhannessyni, Sveini Andra og Þorsteini Pálssyni stórskaðar framboð Halldórs og var það þó höktandi fyrir.

Hótun Benedikts og félaga að stofna nýjan hægriflokk veikir stöðu Halldórs í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi er hann líklegur flokksmaður Benedikts og þá munu fullveldissinnar í kjósendahópi Sjálfstæðisflokksins hugsa sig tvisvar um áður en þeir efla til áhrifa mögulegan valdamann í nýjum ESB-flokki. Í öðru lagi er hótun Benedikts um flokksstofnun líkleg til að fæla hálfvelgjufólkið frá því að styðja Sjálfstæðisflokkinn enda bíður það eftir hægriútgáfu af Bjartri framtíð.

 ESB-sinnar eru einatt sjálfum sér verstir. ESB-málstaðurinn dregur til sín fólk sem skortir pólitíska kjölfestu og er meira í stjórnmálum sakir tækifærismennsku en hugsjóna. Ótækt er að Sjálfstæðisflokkurinn sé í heljargreipum fólks af þessu sauðahúsi.

Halldór Halldórsson ætti að draga rökrétta ályktun af pólitískri stöðu sinni og segja sig frá því verkefni að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

 


mbl.is Samfylkingin stærst í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Eru þeir ekki á sitthvorum vettvanginum?

Halldór í sveitarstjórnarmálunum en Benedikt í landsmálunum?

=Eru þeir í einhverri samkeppni?

Jón Þórhallsson, 15.4.2014 kl. 12:40

2 identicon

Staða Sjálfstǽðistflokksins í Reykjavík er í tómu tjóni og furðulegt að menn skuli ekki grípa til einhverra aðgerða til að reyna að bæta þessa stöðu.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 15.4.2014 kl. 16:24

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru líka klofnir í flugvallarmálinu, sem er hreint borgarmál, gagnstætt því sem er um ESB-málið.

Ómar Ragnarsson, 15.4.2014 kl. 16:42

4 identicon

Þurfið þið Flugvallarsinnar ekki bara að efna til þverpóltísks  framboðs  með það að markmiði að styrkja stöðu höfuðborgarinnar og sambúðina við landsbyggðina  Ómar?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 15.4.2014 kl. 16:49

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er mesta tröllablogg sem ég hef lesið.

Þú ert að grínast er það ekki?

Sleggjan og Hvellurinn, 16.4.2014 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband