Mánudagur, 14. apríl 2014
ESB-sinni tapar trúverðugleika
Hilmar Veigar Pétursson er hávaðasamur ESB-sinni sem reglulega lætur í sér heyra um hve íslenska krónan sé handónýt fyrir snillinga eins og hann leikjaframleiðandann, sem býr til peninga úr hugviti.
Félagsskapur ESB-sinna teflir fram mönnum eins og Hilmari Veigari til að senda þau skilaboð að snjallir menn velji Evrópusambandið fremur en íslenska lýðveldið.
Áróðursgildi Hilmars Veigars hríðfellur núna þegar hann lendir í leikjaklúðri með CCP.
CCP hættir við WoD og segir upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað gengur þér eiginlega til? Af skrifum þínum að dæma gengur þú ekki alveg heill til skógar.
Reputo, 14.4.2014 kl. 18:51
Hann flaug dálítið hátt a Iðnþingi um daginn, þessi gaur. Maður spyr bara: er CCP ekki eitt af þessum fyrirtækjum sem fa að gera upp í erlendri mynt?
Ragnhildur Kolka, 14.4.2014 kl. 19:34
Þetta er ótrúlega lúalegur áróðurskall, hann Hilmar. Setur upp heilt tölvufyrirtæki með fleiri hundruð manns í vinnu, bara sem einhvern 'under cover' ESB áróður!! Það er alveg augljóst, CCP er ekkert nema ESB-áróðursbrella.
Takk fyrir að benda okkur á það!
Skeggi Skaftason, 14.4.2014 kl. 20:34
Ég hef aldrei tekið þessu leikara fyrirtæki alvarlega og það ætti að taka undanþágur með gjaldeyrirviðskipti að þeim. Þeir hafa núg að erlendum gjaldeiri að eigiin sögn því þá að dekra svona við þetta fyrirtæki. Kannski eru það þeir sem halda uppi og borga ESB áróðurs batterínu gangandi
Valdimar Samúelsson, 15.4.2014 kl. 00:36
Ég er farinn að halda að ESB andstaða sé einhvers konar geðsjúkdómur, amk hjá sumu fólki.
Jón Ragnarsson, 15.4.2014 kl. 10:49
Sumir þeirra sem leggja hér orð í belg ganga greinilega ekki á öllum strokkum.
Skeggi Skaftason er greinilega grínfígúra. Valdimar misskilur málið og heldur að Páll sé að ræða um Þjóðleikhúsið. Raghildur Korka er alltaf sönn í sínu íhaldshorni. Gaman að þessu.
Hjálmtýr V Heiðdal, 15.4.2014 kl. 11:47
ALlir sem eru í viðskiptum lenda annars lagið í því að afurð frá þeim floppar á markaðnum. Þeir einir gera aldrei mistök sem aldrei gera neitt. Þetta minnkar því ekki á nokkurn hátt trúverðugleika Hilmars né eru rök gegn þeirri staðreynd að fyrirtæki í alþjóðlegm viðskiptum ættu mun meiri möguleika hér á landi ef við værum með traustan gjaldmiðil.
Sigurður M Grétarsson, 15.4.2014 kl. 19:33
Þetta eru undarleg skrif. Einna undarlegust af mörgu undarlegu sem frá þessum manni flæðir.
Eiður Svanberg Guðnason, 16.4.2014 kl. 08:28
Maður les pisla þessa meinta blaðamanns sem sérstakt rannsóknarefni í einsýni og fordómum.
Jón Ingi Cæsarsson, 16.4.2014 kl. 09:52
Ætli þú Páll og fleiri sem commentið hér áttið ykkur nokkurn tíma á því að þið eruð í dag helstu talsmenn ESB aðildar.. Páll, hvernig verður svona vitleysa til eiginlega?
Bjarni Jons, 16.4.2014 kl. 10:28
Haltu þessu áfram Páll.
Með hverju bloggi frá þér eykst aðildin að ESB hér á landi.
Takk fyrir það.
Sleggjan og Hvellurinn, 16.4.2014 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.