Miðvikudagur, 9. apríl 2014
Stærsta undanþágan
ESB-sinnar klifa á öllum þeim frábæru undanþágum sem ætlunin er að ná í samningum við Evrópusambandið. Við eigum að halda landhelginni, forræði yfir alþjóðasamningum, landbúnaðarmálum og svo framvegis.
Evrópusambandið sjálft segir engar undanþágur í boði, aðeins aðlögunarferli inn í ríkjandi laga- og regluverk sambandsins. Í Brussel segja menn að ekki sé um eiginlega samninga að ræða, aðeins útfærsla á aðlögun umsóknarríkis.
Íslenskir ESB-sinnar, á hinn bóginn, hamast á glæsilegu undanþágunum sem í boði eru og láta opinberar yfirlýsingar ESB, sem segja hið gagnstæða, ekki trufla sig.
Í málflutningi sínum draga ESB-sinnar fjöður yfir þá staðreynd að Ísland er þegar með í hendi stærstu undanþágan, - sem er að standa utan Evrópusambandsins.
Þegar að er gætt er málflutningur ESB-sinna líkastur hundi sem eltir rófuna sína.
Einfaldast að sækjast ekki eftir aðild? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.