Fullveldið selt fyrir baunadisk nafnlausra embættismanna

Nafnlausir embættismenn bera enga ábyrgð. Í skýrslu Alþjóðastofnunar HÍ lofa nafnlausir embættismenn í Brussel að Ísland fái hina og þessa sérmeðferðina ef við höldum áfram aðlögunarferlinu inn í Evrópusambandið.

Loforðalisti nafnlausu embættismannanna er ekki pappírsins virði og er algerlega óboðlegt innlegg inn í umræðuna um afturköllun hinnar misráðnu ESB-umsóknar Samfylkingar frá árinu 2009.

Skýrsla Alþjóðastofnunar heldur ekki máli og hæfir þar skel kjafti ESB-sinna.

 


mbl.is Skýrsla óþekkta embættismannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Furðuleg var matreiðsla Stöðvar 2 á þessari skýrslu!

Ætlar þessi skelfilegi barnaskapur engan endi að fá? 

Árni Gunnarsson, 7.4.2014 kl. 20:48

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það herti aðeins á þeim eftir að skytturnar þrjár,settu upp gjörning á Austurvelli.

Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2014 kl. 23:00

3 Smámynd: Baldinn

Það skiftir engu máli fyrir síðuhafa hvað er satt og hvað er logið.  Það eina sem máli skiftir er hvað hentar honum og hans málflutning. 

Núna er búið að kaupa þessa skýrslu og þar með drullar síðuhafi yfir æru þess fólks sem skýrsluna samdi.  Þó vita þeir sem nenna að í þessari skýrslu er ekkert nýtt.

Baldinn, 7.4.2014 kl. 23:25

4 Smámynd: Elle_

Getur þú sagt okkur hver sagði hvað í skýrslunni og æru hverra þú vísar í?  Það gæti verið fræðandi.

Elle_, 8.4.2014 kl. 00:17

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er þetta blessaða æruverðuga fólk ekki með nöfn,? Það er lítilsvirðing við Ísland að skila svo mikilvægu plaggi án heimildarmanna.

Helga Kristjánsdóttir, 8.4.2014 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband