Facebook-klofningur Sveins Andra

Sveinn Andri Sveinsson lögmaður fékk vettvang í RÚV í hádeginu (nema hvað)  til að auglýsa klofningshótun fáeinna sjálfstæðismanna á Facebook. Þeir vilja ekki una ítrekuðum landsfundarsamþykktum Sjálfstæðisflokksins um að aðlögunarferli Íslands inn í Evrópusambandið skuli hætt.

Sveinn Andri tók fram að hann ætlaði sjálfur ekki að veita klofningsflokknum forystu, en leita til manna eins og Þorsteins Pálssonar og Benedikts Jóhannessonar, besta frænda Íslandssögunnar, til að leiða klofninginn.

Stjórnmálaflokkur sem stofnaður er með það yfirlýsta markmið að kljúfa annan stjórnmálaflokk á meira skylt við pólitíska fjárkúgun en heiðarleg stjórnmál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega, var einmitt að ræða þetta hér: http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/1369851/

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2014 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband