Ríkisafskipti og sanngirni

Skuldaleiðrétting heimilanna er ríkisafskipti á nokkuð stórum skala. Pólitísk umræða um kosti og galla ríkisafskipta hlýtur að eiga við skuldaleiðréttinguna.

Í samfélaginu er sátt um að þegar stórfelld áföll dynja yfir eigi ríkisvaldið að nota sameiginlega fjármuni okkar til að bæta skaðann eftir því sem kostur er.

Hrunið var stóráfall og flestum fannst sanngirnismál að þeir sem verst urðu út skyldu fá bættan skaðann - út á það gekk öll umræðan á síðasta kjörtímabili um  ,,skjaldborg heimilanna."

Umræðan leiddi í ljós að fjarska erfitt er að skilgreina sanngirni í samhengi við áhrif hrunsins á efnahag fólks - og því verr sem lengur leið frá hruni.

Skuldaleiðréttingin tekur mið af umræðunni enda líkist hún meira almennri efnahagsaðgerð en ríkisafskiptum í þágu afmarkaðs hóps. Og það eykur sanngirni skuldaleiðréttingarinnar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband