Laugardagur, 29. mars 2014
Pawel og pólska paranójan
Pólverjar óttast Rússa frá gamalli tíð. Landvinningar Rússa í Úkraínu gera Pólverja dauðskelkaða enda óttast þeir að Pólland verði næst. Aðrir á meginlandi Evrópu, t.d. Helmut Schmidt, fyrrum kanslari Þýskalands, sýna Rússum skilning og vara við ofsóknarkenndum viðbrögðum.
Pawel Bartoszek er pólskættaður Íslendingur sem sér Pútín sem herskáan einræðisherra og skammar forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, að dempa gagnrýni á Pútín en ber lof á Gunnar Braga utanríkisráðherra að sækja Úkraínu heim og sýna fórnarlömbum Pútíns stuðning.
Í Úkraínu, eins og alþjóð veit, takast tvö stórveldi á um áhrifasvæði; Evrópusambandið annars vegar og hins vegar Rússland.
Pawel er ötull talsmaður þess að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu. Ísland á hinn bóginn á ekki aðild að valdastreitu stórveldanna á meginlandi Evrópu.
Það er ekki í þágu íslenskra hagsmuna að Ísland verði aðili að átökum meginlandsþjóðanna - hvort sem pólska paranójan á rétt á sér eða ekki.
Ekki á leið inn í Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.