Menntapæling Margrétar Pálu

Menntun gerir manninn ekki meiri, skrifaði Páll Skúlason heimspekingur, heldur að meira manni. Hugsunin er að menntun, sem fæst hvorttveggja í skólum og utan þeirra, geri einstaklinginn hæfari til að vera sjálfum sér trúr - meira maður.

Margrét Pála Ólafsdóttir skólafrömuður skrifar menntapælingu sem ekki tekur mið af skilgreiningu Páls Skúla á menntun heldur hinni almennu: að menntun sé ávísun á starfsframa.

Hugur Margrétar Pálu eru hjá þeim sem falla ekki inn í normið, standa sig illa í skóla, t.d. vegna þess að bóknámið fellur ekki eða getu eða áhuga.

Er vellaunaður gröfustjóri ekki í betri málum en atvinnulaus mannfræðingur? spyr Margrét Pála.

Jú, ef launin kaupa hamingju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Menntun í persónulegum styrkleikum/hæfileikum einstaklinga, er tilgangur menntunar.

Illugi Gunnarsson talar um að búa eitthvað til úr námsfólki, sem pólitískt græðgistýrðu atvinnulífi hugnast.

Menntun á fyrst og fremst að vera þjónusta fyrir námsfólk, en ekki atvinnuspillinguna.

Manneskjur fæðast með styrkleika og hæfileika (og þar með áhuga á þeim meðfæddu gjöfum), sem einungis nýtast til góðs fyrir námsfólk og samfélagið, ef meðfæddir styrkleikar/vilji er samferða á menntaveginum.

Illugi er fastur í fornaldar-endursköpunar-framköllunar-kerfi, sem ætlar að skapa kúgaðar og "endurskapaðar" persónur. (Sem er ekki hægt).

Sjálfstæðisklúbburinn hans Illuga og co, býr ekki til persónur, né þeirra menntaáhuga-styrkleika!

Mosavaxin fornaldarhugsun menntayfirvalda er að ganga frá öllu, sem getur talist siðmenntað og mannréttindafrjálst.

Þetta opinbera stjórnsýslubull er líka heilbrigðis-mannréttinda-vandamál á Íslandi! Semsagt hefðbundin fornaldar-stjórnsýsla einokunar-háskólavísindakolkrabba, á kostnað fjölbreytni og menntaréttinda almennings!

Þarf ekki að endurmennta stjórnsýsluveldis-ráðuneytisstjórana, í samræmi við mannréttindi almennings?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.3.2014 kl. 15:57

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Æi,þegar þreyta sækir að er gott að flippa,þar sem maður kemst upp með það. Er ekki bara gott að vera fastur í sínu kerfi,rétt eins og þeir með endaþarmssköpunar-framköllunar kerfi sem skapa þar í hægðum sínum hefðbundna fjölbreytni úrgangs. Ég veit ekki rassgat um þetta,en hefði viljað hafa kjark til að tukta kennara í mínu ungdæmi,sem kom illa fram við dreng,sem allt eins gæti hafa verið með lesblindur. Afhverju lamdi ég ekki svínið,? Afsakið,það er víst of seint að iðrast eftir u.þ.b.70 ár.

Helga Kristjánsdóttir, 28.3.2014 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband