Andríki leiðréttir Gísla Martein

Gísli Marteinn Baldursson er samfylkingarvæddur sjálfstæðismaður og hrökklaðist sem slíkur úr borgarstjórnarpólitík. Hann útskýrir lélegt gengi Sjálfstæðisflokksins í borginni ekki með ESB-sinna í oddvitasæti.

Nei, samkvæmt, Gísla Marteini er ástæðan bílamenning, úthverfi og flugvöllur. 

Andríki leiðréttir Gísla Martein með því að setja fylgisfall Sjálfstæðisflokksins í samhengi við hrunið annars vegar og hins vegar Icesave-uppgjöf forystunnar. Trúverðuleikavandi Sjálfstæðisflokksins er að hann um of hallur undir samfylkingarpólitík.

Greining Andríkis er all nokkru trúverðugri en Gísla Marteins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt er þetta, fylgispekt Gísla Marteins við málstað Samfylkingar fyrir og eftir fall hans út úr pólitíkinni hefur sannarlega ekki hjálpað Sjálfstæðisflokknum, þar sem Gísli Marteinn hafði komist inn í þeim flokki, en er í herferð gegn honum eftir að flokksmenn gáfust upp á þessum SamBesta fylgismanni. Þeir Þorsteinn Pálsson ásamt Þorgerði Katrínu hafa margsannað það að stuðningurinn þeirra við stefnu Sjálfstæðis- flokksins var nær enginn hin síðari ár, en samt komu þau jafnan fram undir nafni hans.

Ívar Pálsson, 27.3.2014 kl. 09:52

2 Smámynd: Snorri Hansson


Þetta fólk minnir tölvert á gauksunga. Þeir eru alrei í réttu hreiðri en þeim er hampað og dekrað við þá. Síðan ganga þeir á lagið og miskunnarlaust rústa hreiðrinu. Vegna þess að það hentar þeim.


Snorri Hansson, 28.3.2014 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband