Heimssýn heldur málþing; ESB-sinnar mótmæla þingkosningum

Heimssýn efndi til málþings á laugardag um fullveldi og Evrópusamruna. Framsögumenn voru bæði innlendir og erlendir og nálguðust viðfangsefnið úr ólíkum áttum. Rauði þráðurinn var að fullveldi er sjálfstæð og sjálfbær auðlind sem getur ekki þrifist í Evrópusambandinu.

Sama dag og Heimssýn hélt málþing stóð sundurleitur hópur fyrir mótmælum á Austurvelli þar sem niðurstöðum alþingiskosninga fyrir tæpu ári var mótmælt. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur flutti ávarp og sagði m.a.

Við erum alls konar fólk úr ólíkum áttum og höfum eflaust alls konar ólíka hagsmuni en ég held þó að við höfum öll hagsmuni af því að sjálft lýðræðiskerfið virki og að þegar menn komast til valda í krafti tiltekinna loforða reyni þeir að efna þau en láti ekki eins og móðgaðir gullfiskar þegar þeir eru minntir á þau.

Guðmundur Andri rukkaði ekki inn loforðin sem Steingrímur J. gaf fyrir kosningarnar 2009 um að VG myndi ekki standa að ESB-umsókn sem fór umboðslaus til Brussel þá um sumarið.

Guðmundur Andri og sundurlausi mótmælahópurinn á Austurvelli mótmæla niðurstöðum þingkosninga með þeim rökum að sumir frambjóðendur í þeim kosningum gáfu misvísandi loforð. Enginn gekk þó svo langt sem núverandi formaður Samfylkingar, þá þingmaður, Árni Páll Árnason sem lofaði 2008 að ESB-umsókn yrði töfralausn.

Laugardagurinn var lýsandi fyrir ólíka nálgun Heimssýnar annars vegar og hins vegar ESB-sinna á umræðuna um hvort Ísland eigi heima utan eða innan Evrópusambandsins.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég vil þakka Heimssýn fyrir ráðstefnuna. Erindin sem haldin voru voru bæði fjölbreytileg og upplýsandi.

Ragnhildur Kolka, 24.3.2014 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband