Laugardagur, 22. mars 2014
Páll V.: ESB-sinni og gáfnaljós
Páll V. segir kl. 16:31: ,,Nú hef ég ekki hugmynd um það frekar en nokkur einasti maður á Alþingi hvort það sé til hagsbóta fyrir okkur að fara í ESB. Ég hef bara ekki hugmynd um það."
Kl. 16:51 sama dag sagði Páll V.: ,,Fyrir mér eru nægar sannanir komnar fram fyrir því að betra sé fyrir okkur að vera í Evrópusambandinu."
Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartar framtíðar er eitt af þessum gáfnaljósum sem við getum ekki verið án. Andríki tók saman greinargerð um þennan dæmigerða ESB-sinna.
Athugasemdir
Þarna í fyrri ræðubútnum hefði hann geta tekið fram að saga gjaldmiðla á meginlandi evrópu og saga evrópu per se, sé honum í huga í trúarsannfæringunni. Hvort tveggsja hörmum og erjum stráð.
Þegar hann svo talar um Ísland og Evrópu! Sem aðskilinn hlut, þá má benda honum á að Ísland er í Evrópu.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2014 kl. 21:42
Þetta er svo brött mannvitsbrekka að Að tollir ekkert á henni greinilega. :D
Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2014 kl. 21:45
Hann lýsir fávisku sinni um ESB einstaklega vel.
Hér á landi er engin umræða um aðalatriði málsins, hvorki í fjölmiðlum né á þingi.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.3.2014 kl. 21:48
Þráhyggjuna þarna sé
þrútna í litlu máli.
Endalaust um ESB
andinn nýtist Páli.
Ágúst Marinósson, 22.3.2014 kl. 22:22
Ei deila ber við blindan mann--þótt blómin fótum troði hann.
Helga Kristjánsdóttir, 22.3.2014 kl. 23:22
Þegar maður veit ekki hvað á að gera, eða hvernig, er bara að sækja um ESB, þá hefur maður nóg að gera og þarf ekki að taka á þeim verkefnum sem vinna þarf. Stjórnarskrá, ESB og Icesave og síðan koma jafnaðrmennskunni í framkvæmd með því að hækka laun forstjóra Landspítalns, eða borga málskostnað Seðlabankastjóra. Allt í anda jafnaðrmennskunnar.
Sigurður Þorsteinsson, 23.3.2014 kl. 07:29
Villu ljós eru ekki bestu vegvitarnir, enda hefur gáfna ljósið hans pabba síns komið við í mörgum höfnum en ekki ratað í þá réttu en.
Það hendir í nútíma hátækni búnaði að skynjarar gefa röng boð og svo gerist líka í gamaldags heilabúum.
Þess vegna hlýtur þessari guðshönd af trölli að vera mikill stoð í kálhaus með vitlausar þvertöskur.
Hrólfur Þ Hraundal, 23.3.2014 kl. 08:03
Hann bætti strax við þarna þegar hann hafði ekki hugmynd, að hann vildi samt trúa að það væri til hagsbóta. Skömmu seinna var hann orðinn viss. Hvort eru þetta ósannindi eða bara trú? Hvort 2ja væri í stíl við samfylkinga.
Elle_, 23.3.2014 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.