Þjóðin mótmælir ekki sjálfri sér

Æ fækkar þeim sem taka sér stöðu með Samfylkingunni á Austurvell að mótamæla niðurstöðum þingkosninganna fyrir tíu mánuðum. Flokkar með einarða afstöðu gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur unnu stórsigur en ESB-flokkur Samfylking fékk 12,9% fylgi og hálfvolgir ESB-sinnar í Bjartri framtíð 8,2%.

Samfylkingarupphlaupið þegar ríkisstjórnarflokkarnir lögðu fram tillögu um afturköllun á ESB-umsóknina var stutt RÚV og fjölmiðlum 365-miðla og fékk þess vegna rými í opinberri umræðu. En eftir því sem líður á þá umræðu verður þjóðinni ljóst að sértrúarhópurinn sem vill ESB-aðild er flinkur í uppákomum og fátækur í málefnum.

Eftir ítarlega umræðu allt síðasta kjörtímabil tók þjóðin þá ákvörðun að hafna ESB-flokknum og kaus sér meirihluta á alþingi til að afturkalla misráðnu og umboðslausu ESB-umsóknina frá 16. júlí 2009.

Þjóðin mætir ekki á Austurvöll til að mótmæla sjálfri sér; hún er einfaldlega ekki það heimsk þótt forysta Samfylkingar telji sér trú um annað. 


mbl.is Mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldinn

Furðuleg skrif hjá manni sem virðist ekki skilja neitt eða líklega vill ekki skilja.

Baldinn, 22.3.2014 kl. 17:21

2 Smámynd: Skúli Pálsson

Framsókn vann ekki stórsigur vegna andstöðu við ESB heldur vegna loforða um skuldaniðurfellingu.

Skúli Pálsson, 22.3.2014 kl. 17:39

3 identicon

Skúli: Framsókn fór fram með ákveðna dagskrá. ESB var ekki á þeirri dagskrá (þótt opið væri á samninga við aðildarsinnaðan flokk um að halda áfram ef umboð fengist í sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu).

Þú getur snúið þessu þannig að fólk hafi sætt sig við að vera án ESB af því að annað í málefnapakka Framsóknar var aðlaðandi eða að fólk hafi stutt Framsókn meðal annars vegna þessa málefnis. Það breytir því ekki að þegar fólk kaus Framsókn kaus það önnur mál á dagskrá en ESB.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.3.2014 kl. 18:32

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég vitna nú bara í Morgunblaðið: „Talið er að um tvö þúsund manns hafi mótmælt áformum ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum á mótmælafundi á Austurvelli klukkan þrjú í dag."

Þjóðin er ekki einstaklingur, heldur samansafn einstaklinga. Þess vegna gengur það ekki upp að segja, „Þjóðin mótmælir ekki sjálfri sér," eins og Páll segir. Það er augljóst að einn hópur þjóðarinnar getur mótmælt því sem annar hópur vill. Og flestir hljóta að vita--hvort sem þeir viðurkenna það eða ekki--að þessi mótmæli snúast um kosningaloforð, ekki um það hvort menn eru með eða á móti ESB.

Wilhelm Emilsson, 22.3.2014 kl. 18:47

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Wilhelm, eru það kjosendur Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, sem standa niðri á Austurvelli og krefjast þess að,staðið verði við loforð?

Ég held ekki. Hvað heldur þú?

Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2014 kl. 19:33

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sæll, Jón Steinar:

Ég veit ekki nákvæmlega hverjir eru þarna. Gaman væri að fá tölur um það.

En það er ljóst að ekki eru allir Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn ánægðir með að fá ekki að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mér þykir alls ekki ólíklegt að í hópi fólksins megi finna kjósendur stjórnarflokkanna. Til dæmis er Félag atvinnurekenda á móti því að slíta viðræðum. Í því félagi hljóta nú að vera nokkrir Sjálfstæðismenn, eða hvað? Auk þess sýna skoðanakannanir að mikill meirihluti þjóðarinnar vill þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hér er grein úr Morgunblaðinu um þá sem hafa tekið þátt í mótmælunum:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/03/07/allir_vilja_fa_ad_kjosa/

Gaman væri samt að fá tölur um þetta.

Wilhelm Emilsson, 22.3.2014 kl. 20:40

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Auðvitað geta engir nema þeir sem kusu núverandi stjórnarflokka krafist þess að þeir standi við sín kosningaloforð. Svíki þeir slík loforð eru þeir að svíkja sína kjósendur, ekki kjósendur annara flokka. Þar sem ég lét annan stjórnarflokkinn fá mitt atkvæði, krefst ég þess að þingmenn þess flokks standi við sín loforð, loforð sem þeim sem frambjóðendum var uppálagt að boða og loforð sem að endingu urðu hluti sjórnarsáttmálans, loforð um að draga til baka aðildarumsóknina að ESB.

Mér kemur ekkert við hvað einstaka frambjóðandi sagði fyrir kosningar. Þegar ég ákvað hverjum ég færði mitt atkvæði var sú ákvörðun tekin út frá því sem viðkomandi stjórnmálaflokkur hafði ákveðið, ekki hvað einstaka frambjóðandi sagði. Enda væri erfitt að velja ef elta ætti uppi öll ummæli frambjóðenda.  

Út frá þessu tel ég mig vera í aðstöðu til að krefja þann flokk um að standa við sín loforð, sérstaklega þegar það loforð var fært inn í stjórnarsáttmálann.

Kjósendur annara flokka ættu frekar að snúa sér að loforðum eiginn þingmanna. Hver krafðist þess að SJS stæði við sín kosningaloforð á síðasta kjörtímabili? Jú nokkrir þingmenn og ráðherra flokksins, auk fjölda þeirra sem kusu þennan flokk í góðri trú. Þingmennirnir og ráðherrann yfirgáfu síðan flokkinn, þegar þeir sáu að ekki var hnikað svikum formannsins og "hin tæra vinstristjórn" missti meirihluta á þingi. Þeir sem höfðu látið glepjast af fagurgala formanns VG brenndu sig svo illa að þeir munu aldrei kjósa þann flokk aftur.

Menn geta krafist þess að kosningaloforð haldi, en enginn getur lagt fram slíka kröfu, nema til þeirra sem hann kaus.

Varðandi þá ruglingslegu fullyrðingu þína Wilhelm, að atvinnurekendur væru á móti sliti viðræðna, þá er rétt að það komi fram að skoðanakönnun meðal þeirra gaf til kynna að rétt um helmingur þeirra væri á þeirri skoðun. Hinn helmingurinn vill slíta viðræðum, samkvæmt þeirri skoðanakönnun. Því miður er þessi skoðanakönnun frekar ótrúverðug, þar sem hún var gerð að upplagi stjórnar félags atvinnurekenda og innan þeirrar stjórnar var á þeim tíma einhugur um aðild.  

Þá eru atvinnurekendur frekar smár hópur af fjölda kjósenda í landinu. 

Gunnar Heiðarsson, 22.3.2014 kl. 21:06

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sæll, Gunnar.

Samtök iðnaðarins mótmæltu einnig ákvörðun ríkisstjórnarinnar um slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Ég vona að þetta sé ekki of ruglingsleg fullyrðing hjá mér :)

Wilhelm Emilsson, 22.3.2014 kl. 21:17

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er enn mikið að í stjórnsýslu Íslands.

Ofurlaunaða útgerðarmótmælafélagið: ESB, stendur í stinningsköldu og ströngu sundrunar-striti á Austurvelli. Þetta minnir nú helst á sjómannadaginn bjórbónus-aukalaunaða, (þ.e.a.s. ef sjómenn tóku mótmælafrí þann fræga flotadag í Reykjavík). 

En þetta ESB-ofurlaunaða/mútaða áróðursfélag er ekki að mótmæla verðtryggingarrugli Seðlabankans og co, né öðrum álíka mikilvægum vaxtakjara-réttlætismálum skattpínds láglauna-alþýðuverkafólks, né kennitölutryggra skattgreiðandi fyrirtækja þessa lands/ríkis.

Málþófsútgerð ESB mótmælir reglurugls-tapafleiðingum fjár-frelsis-rugls ESB?

Það er frekar augljóst, að kosning (marklaus skoðanakönnun) um áframhald svikaumsóknar, til ESB-bankaveldis-atvinnuleysis-sambandsins, undir stjórn ESB/Seðlabanka/fjármálaeftirlita-valds, virðist vera aðal baráttumálið, hjá baktjalda-stjórum.

Það þarf ábyrgðarmann/menn fyrir svona mótmælasamkomum, eða er það ekki? Var Kolfinnu Baldvinsdóttur ekki bannað að mótmæla gegn Herði Torfasyni, hér um árið? Eru allir búnir að gleyma því?

Hver/hverjir bera ábyrgð á Austurvallartúns-áróðrinum þessa dagana?

Enginn?

Eru bara allir ábyrgðarlausir fyrir þessum kröfum "þjóðarinnar" á Austurvelli, svipað og eftir síðasta ESB-fjármálaeftirlits-valdabankarán á Íslandi?

Ábyrgir og upplýsandi fjölmiðlar munu væntanlega opinbera, hverjir eru ábyrgðaraðilar mótmælanna á Austurvallar-túninu, láglaunaverkamanna-endurtyrfða, þessa dagana?

Það er tilgangur skattpeninga-rekinna fjölmiða, að frétta-miðla sannar/réttar/þróaðra, heldur en helsjúkir/kúgaðir heimsveldisherforingjar fortíðar miðluðu á götum og torgum, fyrir öll fortíðarstríð!

Sannleiksvegurinn er lífið, segja löglega vígðir dómkirkjunnar prédikarar á hátíðisdögum?

Er nokkuð búið að breyta reglum hjá dóm-kirkjunni, á þann hátt, að þær Jesú-sannleiksreglur dómkirkjunnar, ná ekki lengur til ríkisrekins fjölmiðils sama dómkirkjuríkis?

Það væri nú hneykslanlegt reglu-syndaklúður, að gleyma ríkis-sannleikanum sjálfum? Og það, í sjálfum ríkisfjölmiðlinum? Hvað segja dómstólar eiginlega, ef slíkt hneyksli hefur fengið að viðgangast í siðmenntuðu dómkirkju-ríki?

Lýsi eftir vitnum að þessu 110 ára framtíðarleyndarmáli "íslenskra fortíðarfræða" þjóðskjalasafnsins?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.3.2014 kl. 22:51

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar ég var þarna hitti ég ýmsa úr öllum flokkum, líka stjórnarflokkunum, sem sögðust aldrei áður hafa tekið þátt í svona mótmælum. 2009 var því haldið fram að VG hefði stjórnað mótmælendum, jafnvel beint úr farsímum, og núna að Samfó stjórni því.

Dettur engum í hug að neinn geti verið þarna nema að hann láti einhverja stjórna sér eins og viljalausum verkfærum?

Ómar Ragnarsson, 23.3.2014 kl. 02:31

11 Smámynd: Elle_

Hvaða loforð eru mótmælendurnir og Wilhelm eiginlega að vísa í?  Stjórnarflokkarnir gáfu engin slík loforð.  Það er bara rangt.  Það skiptir ekki máli þó nokkrir Benediktar og Þorsteinar hafi logið eða lofað upp í ermina, þeir eru ekki flokkarnir. 

Elle_, 23.3.2014 kl. 20:17

12 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ah, Elle! :)

Wilhelm Emilsson, 23.3.2014 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband