Óðinn með tök á fréttastofu RÚV

Undir stjórn Óðins Jónssonar skáldar RÚV fréttir í þágu ESB-áróðursins. Í sex aðalfréttatímum í röð var þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB-umsóknina aðalmálið án þes að nokkur fagleg rök stæðu til þess. Fréttastofa RÚV reynir að búa til ágreining milli ríkisstjórnarflokkanna jafnframt því sem þöggun var beitt á upplýsingar sem ekki þjónuðu málstaðnum.

Óðinn ber ábyrgð á skipulegri misnotkun féttastofu RÚV. Ef nokkur von á að vera til þess að endurreisa tiltrú fréttastofunnar er Óðinn Jónsson ekki maðurinn til að leiða það starf.

Að fréttamenn RÚV skuli ,,lýsa fullu trausti" á fréttastjóra sem gerir út áróðursmiðstöð en ekki fréttadeild sýnir svart á hvítu þau tök sem Óðinn Jónsson hefur á fréttastofu RÚV.

 


mbl.is Ótímabært að skipta um fréttastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek heils hugar undir orð þín hér, Páll Vilhjálmsson, full ástæða til.

Bendi um leið á nýja grein um skylt efni, á Fullveldisvaktinni: Neðanjarðarstarfsemi Dags B. Eggertssonar og Samfylkingar í sveitarfélögum í þágu ESB-innlimunar Íslands

Jón Valur Jensson, 21.3.2014 kl. 10:08

2 Smámynd: Óli Már Guðmundsson

Ég vil fá Pál og Jón Val sem yfirmenn fréttastofunar þá fáum við örugglega hlutlausann fréttaflutning.

Óli Már Guðmundsson, 21.3.2014 kl. 11:05

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já örugglega sannan og álitsgjafar frá fleiri en einni hlið.

Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2014 kl. 15:06

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þessi athugun hér sýnir svo ekki sé um villt að fullyrðingar um hludrægni RÚV um ESB eiga ekki við rök að styðjast.

http://www.ruv.is/frett/neikvaed-vidhorf-til-esb-tidari-hja-ruv

 Vilji menn fá hlutdrægar og einhliða umfjöllun um ESB þá er nóg af slíku í Morgunblaðinu svo ekki sé talað um áróðussnepilin Bændablaðið.

Sigurður M Grétarsson, 22.3.2014 kl. 15:54

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Valur. Að kalla jafn grófa einhliða áróðurssíðu og þú rekur þarna gegn ESB "fullveldisvekt" er svo mikið rugl að það háfla væri nóg. Í þessari gerein sem þú vitnar þrna til toppar þú sljálfan þig í bulli og rangæfærslum um ESB og þá er mikð sagt. Útúrsúninugr þin á fiskveiðistegnu ESB í þessari grein er svo mikill að það er varla hægt að kalla þetta annað en "lygaráróður".

Og hvað varðar nafngiftina "fullveldisvakt" þá er það líka blekkjandi enda tapast hvorki sjálstæði né fullveldi við það að ganga í ESB. Þetta er einfaldlega samstarfsvettbangur sjálftæðra og fullvalda lýðræðisríkja í Evrópu þar sem menn sammæalast um að taka sameiginlegar ákvarðanir í tilteknum sameiginlegum hagsmunamálum með það að markmiði að ná meiri árangir en ella. Úr þessum samstarfsvettvangi geta þjóðirnar farið ef þeim hugnast hann ekki lengur og eru á óbundnar af öllum samþykktum á þeim vettvangi. Að kalla þetta "fullveldisafsal" er útúrsnúningur á orðinu "fullveldi". 

Sigurður M Grétarsson, 22.3.2014 kl. 16:01

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var fyrst nú að sjá viðbótar-innleggin hér og blekkingarviðleitni gamla ESB-viðhengisins Sigurðar M Grétarssonar. Takið eftir, að það örlar ekki á neinum rökum í fyrri klausu hans. Svo er nefnd vefsíða, fullveldi.blog.is, ekki mín, heldur Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland, samtaka sem eru viðurkennd og á fyrirtækja- og félagaskrá.

Evrókratískur rétttrúnaður SMG blasir við í einfeldningslegum yfirlýsingum hans í seinni klausunni. Og það er ekki létt verk fyrir litlar þjóðir að ganga úr Evrópusambandinu. Jafnvel Grænlendingar, sem höfðu farið þarna inn ásamt Danmörku, en gegn vilja meirihluta Grænlendinga í kosningu um það þá, gátu að vísu einir þjóða ESB losað sig út úr Evrópusambandinu (öðrum ekki heimilt það fyrr en með Lissabon-sáttmálanum, en samt með mesta erfiði), -- jafnvel Grænlendingar, endurtek ég, komust ekki út eða undan Brusselvaldinu nema með því að ganga að kröfum ESB um vissar, áframhaldandi fiskveiðiheimildir ESB-ríkja í grænlenzkri lögsögu, heimildir sem enn eru þar til staðar.

Og það sýnir einmitt, að fjarri fer því, að í lagi sé bara að prófa að "ganga inn" og að þá sé engu að tapa, menn geti þá bara gengið út aftur, ef þeir vilja og án skaða. Það er nefnilega EKKI svo, SMG!

Jón Valur Jensson, 23.3.2014 kl. 00:19

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Valur Jensson. Þegar þú ert að væna aðra um blekkingar í tengslum við umræðu um ESB þá ert þú svo sannarlega að kasta steini úr glerhúsi. Fullvalda þjóðir geta gengið úr ESB ef þeim þóknast svo og þurfa ekki að ganga að neinum skilyrðum af ESB hálfu til þess að gera það. Enda getur ESB ekki sett fullvalda þjóðum nein skilyrði í því efni.

Hvað varðar fiskveiðiheimildir ESB innan grænlenskrar lögsögu þá var er það einfaldlega svo að Grænlendingar hafa ekki haft yfir skipum að ráða til að veiða þetta sjálfir og hafa því leigt ESB veiðiheimildir í sinni lögsög til að hafa tekjur af þeirri auðlind sinni. Þeir geta sagt þeim leigusamningum upp hvenær sem er. Þetta var einfaldlega samningur við ESB sem hafð ekki nokkurn möguleika á að hindra úrsögn Grænlendinga frekar en annarra þjóða. ESB hefur einfaldlega engin tæki til að þvinga þjóðir til að vera áfram aðilar að þeim samstarfsvettvangi sem samandið er. Það eina sem ESB getur gert til að reyna að hindra þjóð í því að ganga út er að neita að gera viðskiptasamning við þá þjóð gangi hún út. Fullvalda þjóð eins og allar aðildarþjóðir ESB eru getur einfaldlega sagt bless og afnumið öll lög hjá sér sem tengjast ESB aðild.

Það er allt sem bendir til þess að það muni bæta verulega lífskjör almennings hér á landi að ganga í ESB og það án áhættu varðandi okkar sjávarútveg. En ef ESB breytist með þeim hætti að það þjóni ekki lengur okkar hagsmunum að vera í ESB þá stöðvar okkur engin við að ganga úr ESB. En það er eitt sem er rétt i skrifum þínum. Lissabon sáttmálinn tryggir án nokkurs vafa rétt þjóða til að ganga úr ESB. Sá réttur er þegar til staðar og því ljóst að við gegum án vandkvæða gengið aftur úr ESB efi við gerumst aðilar og teljum síðar að það þjóni ekki okkar hagsmunum að vera það áfram.

Sigurður M Grétarsson, 23.3.2014 kl. 01:44

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú varst greinilega ekki, SMG ESB-Snati, að hlusta á Josef Motzfeldt ræða um sjálfstæðisbaráttu Grændlnga á ráðstefnu ísl samtakanna Nei við ESB og norsku samtakanna Nei til EU á Hótel S0gu í gær. Ekki gæti hann skrifað upp á þína affæringu á staðreyndum hér, en þú skalt fá að kynnast hans umræðu um þetta mál, þegar við komumst í að birta texta hans á netinu.

Jón Valur Jensson, 23.3.2014 kl. 13:52

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lygimál þín, SMG, um að það yrði "án áhættu varðandi okkar sjávarútveg" að innlima Ísland í ESB eru gersamlega í mótsögn við yfirlýsingar forkólfa Evrópusambandsins, en þú tekur greinilega ekkert mark á þeim, hvort sem þar eiga í hlut Stefan Füle, stækkunarstjóri (e.k. úþensumálaráðherra) Evrópusambandsins, Olli Rehn, fyrrv. stækkunarstjóri þess, eða Emma Bonino, fv. sjávarútvegsmálastjóri ESB.

Jón Valur Jensson, 23.3.2014 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband