Össur: ESB aðeins til heimabrúks í Samfylkingunni

Össur Skarphéðinsson veit að ESB-umsóknin er aðeins til heimabrúks í Samfylkingunni. Össur sagði Kínverjum um mitt ár 2012 að ESB-umsókn Íslands væri dauð þótt dauðapólitík væri eftirsótt í Samfylkingunni (eins og kom á daginn við síðustu þingkosnar).

Evrópusambandið gerir fríverslunarsamninga fyrir hönd aðildarríkja sinna. Þjóð, sem væri á leiðinni inn í ESB, myndi ekki gera fríverslunarsamning við annað ríki - til þess eins að segja samningnum upp.

Forysta Samfylkingarinnar á alþingi leikur ljótan leik gagnvart sveitarstjórnarmönnum flokksins sem krefjast þess hver um annan þveran, eftir hvatningu frá Össuri og félögum, að alþingi hætti við að afturkalla ESB-umsóknina. Á sama tíma leggur Össur fram þingsályktunartillögu um gerð fríverslunarsamnings við Japan, - vitandi að það er algerlega ósamrýmanlegt ESB-aðild.

En kannski er það svo að ESB-sinnar eru í raun ekkert áfjáðir í aðild. Samfylkingin og kverúlantadeildin í Já-Ísland séu í raun að veifa röngu tré fremur en alls öngvu - enda nennir þetta lið sjaldnast að ræða efnisatriði málsins.


mbl.is Vilja fríverslun við Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Virkilega ljótur rekstur hjá Össuri,því ekki ætlar hann þeim í helgidóm að bjóða.

Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2014 kl. 00:19

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Verðum við ekki að leysa þennan flokk upp.Þetta eru lygalubbar og þarna í óþökk okkar allra. Já viðerum að borga öllu þessu fólki kaup.

Valdimar Samúelsson, 21.3.2014 kl. 06:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband